Innlent

Viðgerð lokið á Suðurnesjalínu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Sandgerði en rafmagn fór af á öllum Suðurnesjum fyrr í dag.
Frá Sandgerði en rafmagn fór af á öllum Suðurnesjum fyrr í dag. Vísir/Stefán
Viðgerð lauk á Suðurnesjalínu 1 um klukkan 14.45 í dag að því er fram kemur í tilkynningu. Afhending raforku hófst frá Fitjum um 5 mínútum síðar og ætti rafmagn að vera komið til allra notenda á næstunni.

Rafmagnslaust varð á Suðurnesjum um eittleytið í dag eftir að Suðurnesjalína 1 datt út. Rafmagn fór meðal annars af Keflavíkurflugvelli og var vellinum lokað um tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×