Innlent

Rafmagnslaust á Keflavíkurflugvelli: Leiðbeina flugvélum með ljósmerkjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Hægt er að leiðbeina flugvélum með ljósmerkjum á meðan rafmagnslaust er á vellinu.
Hægt er að leiðbeina flugvélum með ljósmerkjum á meðan rafmagnslaust er á vellinu. Vilhelm/Getty
Líkt og komið hefur fram er rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eftir að Suðurnesjalína 1 fór út. Það þýðir að rafmagnslaust er á Keflavíkurflugvelli en Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir rafmagn komið á í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en ekki er komið rafmagn allstaðar á flugvellinum sjálfum.

Hann á þó ekki von á miklum röskunum á flugi á meðan rafmagnsleysinu stendur. „Það er ekki mikið umferð á þessum tíma. Það er líka hægt að leiðbeina flugvélum fyrir því. Það er þá gert á sjónrænan hátt með ljósmerkjum,“ segir Friðþór sem segir ekkert neyðarástand á Keflavíkurflugvelli vegna skorts á rafmagni.

Uppfært klukkan 14:15:

Eftirfarandi tilkynning barst rétt í þessu frá Isavia:

Keflavíkurflugvelli var lokað um stundarsakir kl 14. vegna rafmagnsleysis. Erfiðlega hefur gengið að koma varafali á flugvöllinn en rafmagn er komið á í flugstöðinni.

 

Flugvélum sem væntanlegar eru til lendingar næstu klukkustundina eða þar til rafafl kemst aftur á verður leiðbeint til lendingar með sjónrænum hætti eftir því sem skyggni gefst til.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×