Landsbankinn úthlutar 10 milljónum til nýsköpunarverkefna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 15:17 Styrkþegar ásamt Rögnvaldi Jóhanni Sæmundssyni, formanni dómnefndar. Mynd/Landsbankinn Landsbankinn úthlutaði í gær úr Samfélagssjóði bankans 10 milljónum króna til fjórtán nýsköpunarverkefna. Hæsti styrkurinn nam 1,5 milljónum króna, fjögur verkefni hlutu eina milljón króna og níu verkefni 500.000 krónur hvert. Nýsköpunarstyrkjum bankans er ætlað að styðja frumkvöðla við að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi. Eftirtaldir hlutu styrki frá bankanum: Styrkur að fjárhæð 1.500.000 kr.:Inklaw ehf. – Framleiðsla og markaðssetning á íslensku fatamerki undir nafninu Inklaw Clothing. Styrkur að fjárhæð 1.000.000 kr.:4Fish ehf. – Þróun á sporðskurðarvél sem ætluð er til sporðskurðar á bolfiski.BMJ Energy ehf. – Þróun á nettengdum stýribúnað og fjarmælikerfi fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir.Herberia ehf. – Þróun og markaðssetning á skráðum jurtalyfjum við vægum algengum sjúkdómum.Medilync ehf. – Þróun einfaldrar og heildstæðrar lausnar til þessa að mæla og meta lyfjaþörf sykursjúkra. Styrkur að fjárhæð 500.000 kr.:Axel Ingi Jónsson – Vefsvæði sem safnar saman upplýsingum um öll júdómót sem haldin eru.Birkir Vagn Ómarsson – Þróun tölvuleiksins Future Habits sem ætlað er að nýta myndræna útfærslu til að kenna börnum að velja næringarríka fæðu.Daði Freyr Ólafsson – Hönnun og þróun vefsíðunnar vaxtavextir.is sem býður upp á verðsamanburð á fjármálaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi.Hannes Þór Hafsteinsson – Vinnsla fæðubótaefnisins resveratról og annarra fjölfenóla úr íslenskum greniberki.MURE ehf. – Þróun hugbúnaðar fyrir sýndargáttir (e. virtual reality headsets) sem ætlað er að minnka streitu og auka afköst fólks sem vinnur í opnum vinnurýmum.Sigurást ehf. – Framleiðsla á umhverfisvænum fyrirburafatnaði og markaðssetning utan landsteinanna.SuitMe – Þróun hugbúnaðar fyrir snjallsíma sem auðveldar fólki að kaupa föt á netinu.V6 Sprotahús – Þróun nýrrar tegundar af hljóðmön fyrir borgarumhverfi framtíðarinnar.Instafish – Þróun aðferðar við sölu íslenskra sjávarafurða á netinu sem gerir framleiðendum kleift að selja beint til neytanda með einfaldari hætti en áður. Í dómnefnd voru Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent við Háskóla Íslands, Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum og Inga Ásta Karlsdóttir, þjónustustjóri fyrirtækja hjá Landsbankanum á Akureyri. Yfir 250 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrki Landsbankans að þessu sinni. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Landsbankinn úthlutaði í gær úr Samfélagssjóði bankans 10 milljónum króna til fjórtán nýsköpunarverkefna. Hæsti styrkurinn nam 1,5 milljónum króna, fjögur verkefni hlutu eina milljón króna og níu verkefni 500.000 krónur hvert. Nýsköpunarstyrkjum bankans er ætlað að styðja frumkvöðla við að þróa nýjar viðskiptahugmyndir, nýta eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða skapa nýja vöru. Styrkirnir eru jafnframt ætlaðir til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða til að sækja námskeið sem nýst geta í starfi. Eftirtaldir hlutu styrki frá bankanum: Styrkur að fjárhæð 1.500.000 kr.:Inklaw ehf. – Framleiðsla og markaðssetning á íslensku fatamerki undir nafninu Inklaw Clothing. Styrkur að fjárhæð 1.000.000 kr.:4Fish ehf. – Þróun á sporðskurðarvél sem ætluð er til sporðskurðar á bolfiski.BMJ Energy ehf. – Þróun á nettengdum stýribúnað og fjarmælikerfi fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir.Herberia ehf. – Þróun og markaðssetning á skráðum jurtalyfjum við vægum algengum sjúkdómum.Medilync ehf. – Þróun einfaldrar og heildstæðrar lausnar til þessa að mæla og meta lyfjaþörf sykursjúkra. Styrkur að fjárhæð 500.000 kr.:Axel Ingi Jónsson – Vefsvæði sem safnar saman upplýsingum um öll júdómót sem haldin eru.Birkir Vagn Ómarsson – Þróun tölvuleiksins Future Habits sem ætlað er að nýta myndræna útfærslu til að kenna börnum að velja næringarríka fæðu.Daði Freyr Ólafsson – Hönnun og þróun vefsíðunnar vaxtavextir.is sem býður upp á verðsamanburð á fjármálaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi.Hannes Þór Hafsteinsson – Vinnsla fæðubótaefnisins resveratról og annarra fjölfenóla úr íslenskum greniberki.MURE ehf. – Þróun hugbúnaðar fyrir sýndargáttir (e. virtual reality headsets) sem ætlað er að minnka streitu og auka afköst fólks sem vinnur í opnum vinnurýmum.Sigurást ehf. – Framleiðsla á umhverfisvænum fyrirburafatnaði og markaðssetning utan landsteinanna.SuitMe – Þróun hugbúnaðar fyrir snjallsíma sem auðveldar fólki að kaupa föt á netinu.V6 Sprotahús – Þróun nýrrar tegundar af hljóðmön fyrir borgarumhverfi framtíðarinnar.Instafish – Þróun aðferðar við sölu íslenskra sjávarafurða á netinu sem gerir framleiðendum kleift að selja beint til neytanda með einfaldari hætti en áður. Í dómnefnd voru Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent við Háskóla Íslands, Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum og Inga Ásta Karlsdóttir, þjónustustjóri fyrirtækja hjá Landsbankanum á Akureyri. Yfir 250 umsóknir bárust um nýsköpunarstyrki Landsbankans að þessu sinni.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira