Innlent

Rafmagnslaust vegna bárujárnsplötu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá plötuna.
Hér má sjá plötuna. Mynd/Landsnet
Rafmagnslaust varð á Reykjanesi klukkan 13:06 í dag. Þegar reynt var að setja Suðurnesjalínu eitt inn aftur skömmu seinna kom í ljós að bárujárnsplata hafði fokið á línuna og hékk hún föst á henni. Veður var slæmt og hafði mikill vindur á aðstæður viðgerðarmanna sem náðu plötunni niður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Viðgerðarmönnum gekk þó vel að losa plötuna, en skemmdir á línunni reyndust meiri en talið var í fyrstu. Viðgerðinni lauk klukkan 14:44 og fengu flestir notendur á Reykjanesi rafmagn aftur. Samkvæmt tilkynningunni gekk þó verr að koma virkjunum á svæðinu í gang aftur og komst rafmagn til dæmis ekki á að fullu í Grindavík fyrr en um klukkan 15:40.

„Tenging Reykjaness við meginflutningskerfi raforku er einungis um Suðurnesjalínu 1 og því er afhendingaröryggi á svæði háð ástandi hennar á hverjum tíma. Þar sem virkjanir á Reykjanesi voru ekki í rekstri þegar bilunin varð þurfti að grípa til skerðingar á orkunotkun hjá viðskiptavinum sem hafa samning um ótryggða orku.“

Víkurfréttir birtu í dag myndband af starfsmönnum Landsnets þar sem þeir taka plötuna niður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×