Merkel segir hana og Hollande ekki hlutlausa milligöngumenn Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 19:52 Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira