Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2015 20:37 Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. Hann vill að nýja brúin fari fyrir neðan bæinn þannig að vegfarendur geti valið um það hvort þeir fari í gegnum bæinn eða ekki. Fyrstu hugmyndir að nýrri brú yfir Ölfusá yfir svokallaða Efri Laugardælaeyju austan við Selfoss hafa verið kynntar en svona mun nýja brúin líta út, stagbrú, sem mun kosta um fjóra og hálfan milljarð króna. Vegstæði brúarinnar munu fara að hluta til yfir Hellisskóg, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss og að hluta yfir golfvöllinn á Selfossi. Samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir að vinna við brú og veg að henni sé í gangi á árunum 2017-2019. Forseti bæjarstjórnar vill ekki sjá nýja brú á þessum stað, hann vill sjá hana fyrir neðan bæinn. „Þá færðu margt út úr því, þá færðu umferðina frá Ingólfsfjalli og beint niður hjá Kögunarhóli, örstutt haft yfir þannig að það hlýtur að vera ódýr brúargerð. Síðan myndi þetta henta byggðunum. Við búum bara í þrjú hundruð þúsund manna landi, af hverju ekki að vinna þetta með byggðunum og hagmunum byggðanna líkt og gert var í Borgarnesi um árið. Þá fáum við hringtorg rétt fyrir neðan bæinn, suðurleið fyrir sunna bæinn og þá hafa menn valkost að koma í gegnum bæinn. Þetta myndi styrkja byggðirnar og ströndina, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Suðurstrandaveg.Þetta er allt í þágu og hagsmuna byggðanna, sem eru þarna tengdar saman“, segir Kjartan. Hann segist ekki skilja af hverju Vegagerðin og sveitarfélagið vilja beina allri umferð fram hjá bæjarfélaginu. „Þess vegna er það alveg tótalt að setja þessa brú og þessa hraðbraut í gegnum náttúruparadísina okkar á meðan ekki er búið að tvöfalda lífshættulegasta veg Íslands, Selfoss – Reykjavík, það á að tvöfalda vegin með aðskildum akreinum, síðan fáum við göngubrú við núverandi Ölfusárbrú og svo má fara ræða um hitt, þetta er mín skoðun“ bætir Kjartan við.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira