Innlent

Sjúkraliðar hjá Múlabæ og Hlíðabæ boða til verkfalls

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ótímabundið verkfall mun hefjast frá og með 18. febrúar hafi samningar ekki tekist.
Ótímabundið verkfall mun hefjast frá og með 18. febrúar hafi samningar ekki tekist. Vísir/Vilhelm
Sjúkraliðafélag Íslands hefur boðað til verkfalls dagana í febrúar hönd sjúkraliða sem vinna hjá Múlabæ og Hlíðabæ. Frá þessu er greint á vefsíðu ríkissáttasemjara.

Boðað hefur verið til verkfalls dagana 4. og 5. febrúar frá klukkan 8 til 16 og dagana 11., 12. og 13. febrúar frá klukkan 8 til 16. Ótímabundið verkfall mun svo hefjast frá og með 18. febrúar hafi samningar ekki tekist.

Múlabær er dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja í Reykjavík og Hlíðabær er dagþjálfun fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóma, einnig í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×