Ætluð umboðssvik vegna málskostnaðar ekki rannsökuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2015 12:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Sérstakur saksóknari segir erfitt að rannsaka mál vegna málskostnaðar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra því engin kæra hafi borist frá bankaráði Seðlabankans. Lára Valgerður Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, tók ákvörðun án samráðs við bankaráðið um að Seðlabankinn greiddi málskostnað vegna málshöfðunar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á hendur bankanum vegna ágreinings um laun. Bankaráðið fól Ríkisendurskoðun að kanna hvort þessi ráðstöfun hefði verið í samræmi við lög og reglur. Það var niðurstaða Ríkisendurskoðunar að sú ráðstöfun að taka ákvörðun um greiðslu málskostnaðarins án þess að bera slíkt undir bankaráðið til samþykktar hefði ekki verið í samræmi við 27. gr. laganna um Seðlabankann. Orðrétt segir í bréfi Ríkisendurskoðunar til bankaráðsins: „Gerðarbók ráðsins ber ekki með sér að ákvörðun um greiðslu málskostnaðar bankastjórans hafi verið borin upp til samþykktar í ráðinu eins og gert er ráð fyrir í 27. gr. laganna (um Seðlabankann)“ og „hefði að mati Ríkisendurskoðunar átt að bera ákvörðun um greiðslu þeirra upp til samþykktar í bankaráðinu.“ Meirihluti bankaráðsins ákvað á síðasta ári að hafna greiðslu málskostnaðarins. Bankaráðið mun því ekki samþykkja að gera málskostnaðinn að rekstrarkostnaði bankans. Bankaráðið gerði í raun ekki kröfu um aðseðlabankastjóri endurgreiddi fjárhæðina. Hins vegar sagði Már Guðmundsson sjálfur í bréfi sem hann sendi bankaráðinu 11. júlí í fyrra að hann myndi sjálfur endurgreiða kostnaðinn ef bankaráðið myndi ekki samþykkja reikningana. Már tapaði málinu á báðum dómstigum en málskostnaður hans er sagður á fjórðu milljón króna. Vangaveltur hafa verið um hvort ákvörðun um útgjöld vegna málskostnaðarins gæti mögulega fallið undir umboðssvik þar sem ákvörðun var tekin um greiðslu kostnaðarins án þess að slíkt væri borið undir bankaráðið. Þannig var ákvörðun um greiðslu kostnaðarins í reynd tekin í heimildarleysi. Tjón þarf ekki að hafa átt sér stað Til að hægt sé að sakfella fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga þurfa þrjú skilyrði að vera uppfyllt, eins og ákvæðið hefur verið skýrt í dómaframkvæmd. 1. Ákærði þarf að hafa aðstöðu á hendi þannig að annar maður eða lögaðili verði bundinn við ráðstöfun hans. 2. Ákærði þarf að fara út fyrir þessa aðstöðu eða umboð. 3. Með þeirri háttsemi þarf að skapast veruleg fjártjónshætta fyrir þann sem er bundinn af henni. Þegar umboðssvik eru annars vegar þarf tjón ekki að hafa átt sér stað. Ekki er gerð krafa um tjón og umboðssvikabrotið í raun fullframið þegar misnotkun aðstöðu hefur átt sér stað. Hins vegar þarf að vera fyrir hendi veruleg fjártjónshætta, eins og áður segir. Jónatan Þórmundsson, prófessor emeritus við lagadeild HÍ, lýsir þessu svona: „Verknaðarlýsing 249. gr. hgl. miðast við, að umboðssvikaverknaður sé fullframinn við misnotkun aðstöðu. Nánar tiltekið er misnotkun yfirleitt fólgin í ólögmætri ráðstöfun fjárverðmæta, þ.m.t. undirritun skuldbindingar. Nægilegt er að hagsmunum annarra sé stefnt í hættu með skuldbindingu, endanlegt tjón þarf ekki að hafa hlotist af ráðstöfun geranda.“ (Þættir um auðgunarbrot, bls. 224). Fyrir liggur í málinu að fyrrverandi formaður bankaráðsins fór út fyrir umboð sitt þegar hún samþykkti greiðslu reikninganna. Það stendur efnislega í bréfi Ríkisendurskoðunar til bankaráðsins. Það skal hins vegar tekið fram að hún sjálf taldi sig starfa innan heimilda sem formaður bankaráðsins. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknariNokkur umræða hefur verið um málið í fjölmiðlum eftir að bankaráð Seðlabankans lauk umfjöllun vegna þess. Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, telur það til að mynda ófullnægjandi eftirlit af hálfu bankaráðsins að vísa ekki máli vegna greiðslu málskostnaðarins til lögreglu. Hann segir að eðlileg niðurstaða hefði verið að fela lögreglu að rannsaka málið. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið hafi ekki fengið málið inn á borð til sín. Í lögunum um embættið eru hins vegar heimildir fyrir rannsókn án undangenginnar kæru, þ.e. að frumkvæði embættisins sjálfs. Hefur einhver kæra borist frá bankaráðinu vegna þessa máls? „Nei, eins og kom fram hjá bankaráðinu á sínum tíma þá tók það ákvörðun að kæra ekki þetta mál. Það er oftast þannig þegar umboðssvik eru annars vegar að kæra berst frá þeim sem telur brotið á sér. Það er alltaf miklu þyngra þegar kæru af hálfu brotaþola er ekki til að dreifa,“ segir Ólafur Þór. Þið hafið ekki tekið þetta upp að eigin frumkvæði? „Nei, við höfum ekki gert það.“Þú átt ekki von á því að þetta mál verði rannsakað? „Ég get ekkert tjáð mig um það. Við getum ekki gefið upp afstöðu til einhverra mála þarna úti. Við getum ekki mögulega gefið upp afstöðu til þess hvort mál verði rannsakað sem verður til þess að aðkoma okkar er ekki eins hlutlaus að viðkomandi máli,“ segir Ólafur Þór. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari segir erfitt að rannsaka mál vegna málskostnaðar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra því engin kæra hafi borist frá bankaráði Seðlabankans. Lára Valgerður Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, tók ákvörðun án samráðs við bankaráðið um að Seðlabankinn greiddi málskostnað vegna málshöfðunar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á hendur bankanum vegna ágreinings um laun. Bankaráðið fól Ríkisendurskoðun að kanna hvort þessi ráðstöfun hefði verið í samræmi við lög og reglur. Það var niðurstaða Ríkisendurskoðunar að sú ráðstöfun að taka ákvörðun um greiðslu málskostnaðarins án þess að bera slíkt undir bankaráðið til samþykktar hefði ekki verið í samræmi við 27. gr. laganna um Seðlabankann. Orðrétt segir í bréfi Ríkisendurskoðunar til bankaráðsins: „Gerðarbók ráðsins ber ekki með sér að ákvörðun um greiðslu málskostnaðar bankastjórans hafi verið borin upp til samþykktar í ráðinu eins og gert er ráð fyrir í 27. gr. laganna (um Seðlabankann)“ og „hefði að mati Ríkisendurskoðunar átt að bera ákvörðun um greiðslu þeirra upp til samþykktar í bankaráðinu.“ Meirihluti bankaráðsins ákvað á síðasta ári að hafna greiðslu málskostnaðarins. Bankaráðið mun því ekki samþykkja að gera málskostnaðinn að rekstrarkostnaði bankans. Bankaráðið gerði í raun ekki kröfu um aðseðlabankastjóri endurgreiddi fjárhæðina. Hins vegar sagði Már Guðmundsson sjálfur í bréfi sem hann sendi bankaráðinu 11. júlí í fyrra að hann myndi sjálfur endurgreiða kostnaðinn ef bankaráðið myndi ekki samþykkja reikningana. Már tapaði málinu á báðum dómstigum en málskostnaður hans er sagður á fjórðu milljón króna. Vangaveltur hafa verið um hvort ákvörðun um útgjöld vegna málskostnaðarins gæti mögulega fallið undir umboðssvik þar sem ákvörðun var tekin um greiðslu kostnaðarins án þess að slíkt væri borið undir bankaráðið. Þannig var ákvörðun um greiðslu kostnaðarins í reynd tekin í heimildarleysi. Tjón þarf ekki að hafa átt sér stað Til að hægt sé að sakfella fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga þurfa þrjú skilyrði að vera uppfyllt, eins og ákvæðið hefur verið skýrt í dómaframkvæmd. 1. Ákærði þarf að hafa aðstöðu á hendi þannig að annar maður eða lögaðili verði bundinn við ráðstöfun hans. 2. Ákærði þarf að fara út fyrir þessa aðstöðu eða umboð. 3. Með þeirri háttsemi þarf að skapast veruleg fjártjónshætta fyrir þann sem er bundinn af henni. Þegar umboðssvik eru annars vegar þarf tjón ekki að hafa átt sér stað. Ekki er gerð krafa um tjón og umboðssvikabrotið í raun fullframið þegar misnotkun aðstöðu hefur átt sér stað. Hins vegar þarf að vera fyrir hendi veruleg fjártjónshætta, eins og áður segir. Jónatan Þórmundsson, prófessor emeritus við lagadeild HÍ, lýsir þessu svona: „Verknaðarlýsing 249. gr. hgl. miðast við, að umboðssvikaverknaður sé fullframinn við misnotkun aðstöðu. Nánar tiltekið er misnotkun yfirleitt fólgin í ólögmætri ráðstöfun fjárverðmæta, þ.m.t. undirritun skuldbindingar. Nægilegt er að hagsmunum annarra sé stefnt í hættu með skuldbindingu, endanlegt tjón þarf ekki að hafa hlotist af ráðstöfun geranda.“ (Þættir um auðgunarbrot, bls. 224). Fyrir liggur í málinu að fyrrverandi formaður bankaráðsins fór út fyrir umboð sitt þegar hún samþykkti greiðslu reikninganna. Það stendur efnislega í bréfi Ríkisendurskoðunar til bankaráðsins. Það skal hins vegar tekið fram að hún sjálf taldi sig starfa innan heimilda sem formaður bankaráðsins. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknariNokkur umræða hefur verið um málið í fjölmiðlum eftir að bankaráð Seðlabankans lauk umfjöllun vegna þess. Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, telur það til að mynda ófullnægjandi eftirlit af hálfu bankaráðsins að vísa ekki máli vegna greiðslu málskostnaðarins til lögreglu. Hann segir að eðlileg niðurstaða hefði verið að fela lögreglu að rannsaka málið. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið hafi ekki fengið málið inn á borð til sín. Í lögunum um embættið eru hins vegar heimildir fyrir rannsókn án undangenginnar kæru, þ.e. að frumkvæði embættisins sjálfs. Hefur einhver kæra borist frá bankaráðinu vegna þessa máls? „Nei, eins og kom fram hjá bankaráðinu á sínum tíma þá tók það ákvörðun að kæra ekki þetta mál. Það er oftast þannig þegar umboðssvik eru annars vegar að kæra berst frá þeim sem telur brotið á sér. Það er alltaf miklu þyngra þegar kæru af hálfu brotaþola er ekki til að dreifa,“ segir Ólafur Þór. Þið hafið ekki tekið þetta upp að eigin frumkvæði? „Nei, við höfum ekki gert það.“Þú átt ekki von á því að þetta mál verði rannsakað? „Ég get ekkert tjáð mig um það. Við getum ekki gefið upp afstöðu til einhverra mála þarna úti. Við getum ekki mögulega gefið upp afstöðu til þess hvort mál verði rannsakað sem verður til þess að aðkoma okkar er ekki eins hlutlaus að viðkomandi máli,“ segir Ólafur Þór.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira