„Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2015 13:42 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Vísir/Arnþór „Ég er bara nokkuð brött,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, aðspurð hvernig hún hafi það eftir læti morgunsins.Komu þessi hörðu viðbrögð við skipan Gústafs í ráðið ykkur í opna skjöldu? „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú einhver umræða um það. En að þetta myndi verða aðalmálið, skipan varamanns, ég hafði ekki búist við svona miklu, svo ég sé alveg hreinskilin við þig.“ Sjá einnig: Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta. Gústaf hefur farið mikinn í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið, meðal annars hvað varðar múslima og byggingu mosku. Þá sagði hann samkynhneigð óeðlilega í grein í Morgunblaðinu árið 2005. Borgarfulltrúum Framsóknar og flugvallarvina var ekki kunnugt um þau skrif hans um þessi efni þó að þær hafi lesið aðrar greinar eftir Gústaf: „Við höfðum lesið greinar eftir hann sem voru birtar í Morgunblaðinu. Þar var hann að velta upp ákveðnum spurningum án þess að í þeim fælist einhver áfellisdómur. Við töldum miðað við þær upplýsingar sem við höfðum að hann hefði ekki stigið á línuna. En svo lengi lærir sem lifir.“ Sveinbjörg segir að Framsókn og flugvallarvinir hafi verið að vinna að mjög mörgum áhugaverðum málum í borgarstjórn. Borgarfulltrúarnir vilji halda áfram þeirri góðu vinnu og hafa vinnufrið. „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur.“ Aðspurð um fund sem borgarfulltrúarnir áttu í morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, segir Sveinbjörg: „Við ræddum nú ýmislegt annað en þetta á þessum fundi, og aðallega flugvöllinn. Hann er nú búinn að gefa yfirlýsingu um þetta og ég held að það komi fram þar bara.“ Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
„Ég er bara nokkuð brött,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, aðspurð hvernig hún hafi það eftir læti morgunsins.Komu þessi hörðu viðbrögð við skipan Gústafs í ráðið ykkur í opna skjöldu? „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú einhver umræða um það. En að þetta myndi verða aðalmálið, skipan varamanns, ég hafði ekki búist við svona miklu, svo ég sé alveg hreinskilin við þig.“ Sjá einnig: Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta. Gústaf hefur farið mikinn í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið, meðal annars hvað varðar múslima og byggingu mosku. Þá sagði hann samkynhneigð óeðlilega í grein í Morgunblaðinu árið 2005. Borgarfulltrúum Framsóknar og flugvallarvina var ekki kunnugt um þau skrif hans um þessi efni þó að þær hafi lesið aðrar greinar eftir Gústaf: „Við höfðum lesið greinar eftir hann sem voru birtar í Morgunblaðinu. Þar var hann að velta upp ákveðnum spurningum án þess að í þeim fælist einhver áfellisdómur. Við töldum miðað við þær upplýsingar sem við höfðum að hann hefði ekki stigið á línuna. En svo lengi lærir sem lifir.“ Sveinbjörg segir að Framsókn og flugvallarvinir hafi verið að vinna að mjög mörgum áhugaverðum málum í borgarstjórn. Borgarfulltrúarnir vilji halda áfram þeirri góðu vinnu og hafa vinnufrið. „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur.“ Aðspurð um fund sem borgarfulltrúarnir áttu í morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, segir Sveinbjörg: „Við ræddum nú ýmislegt annað en þetta á þessum fundi, og aðallega flugvöllinn. Hann er nú búinn að gefa yfirlýsingu um þetta og ég held að það komi fram þar bara.“
Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40