Innlent

Maðurinn sem réðst á konu í Laugardalnum ófundinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á þeim slóðum þar sem ráðist var á Margréti.
Myndin er tekin á þeim slóðum þar sem ráðist var á Margréti. Vísir/Vilhelm
Margrét Þórðardóttir, kona sem ráðist var á í Laugardalnum um miðjan desember, segist ekkert hafa heyrt frá lögreglunni varðandi hvort að maðurinn sem réðst á hana og hundinn hennar hafi fundist.

„Ég bjóst nú alveg við því að það yrði vonlaust að finna manninn. Ég var bara á röngum tíma á vitlausum stað,“ segir Margrét í samtali við Vísi.

Sjá einnig: Skelkuð eftir árás í Laugardalnum.

Hún segist ganga þessa sömu leið á hverjum degi með hundinn sinn og hún er enn vör um sig.

„Ég viðurkenni það alveg að ég var rosalega hrædd fyrstu dagana á eftir. Þá komu krakkarnir með mér og kærastinn minn með mér í göngutúrana en ég fór svo fljótlega að fara aftur ein. Maður er náttúrulega smeykur en ég læt þennan mann samt ekkert trufla mig. Life goes on,“ segir Margrét, létt í bragði.

Hún segist ekkert hafa rekist á manninn eftir árásina og vonast til að hún muni ekki rekast á hann í framtíðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×