Innlent

Beðist fyrirgefningar á fréttinni Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu

Jakob Bjarnar skrifar
Ekki reyndist rétt að Eiríkur Jónsson hafi brotið blað í fjölmiðlasögunni með afsökunarbeiðni á forsíðu.
Ekki reyndist rétt að Eiríkur Jónsson hafi brotið blað í fjölmiðlasögunni með afsökunarbeiðni á forsíðu.
Vísi er það ljúft og skylt að biðjast velvirðingar á því sem missagt var í fréttinni „Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu“.

Þar var greint frá afsökunarbeiðni á forsíðu Séð og heyrt og því haldið fram að Eiríkur Jónsson hafi þar með brotið blað í fjölmiðlasögunni. Heimildin reyndist ekki nógu traust en fjölmargar ábendingar hafa borist þess efnis að þetta sé ekki allskostar rétt. Meðal annars hefur verið bent á forsíðu Helgarpóstsins 28. júlí 1983 í því samhengi, þar sem Helgarpósturinn dregur grein um okurlánastarfsemi til baka.

Vísir biðst velvirðingar á mistökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×