Búa við hótanir frá nágrönnum sínum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. janúar 2015 19:30 Nágrannar íbúanna í bakhúsinu á Hverfisgötu 88 hafa þurft að búa við hótanir og stöðugt ónæði mánuðum saman. Skipt hefur verið um allar skrár í húsinu en íbúarnir finna alltaf leið til að komast inn aftur. Húsið komst í fyrst í fréttirnar eftir morðtilraun í nóvember. Samtökin Veraldarvinir, sem eru sjálfboðaliðasamtök, hafa verið í nokkur ár við Hverfisgötu 88 en þegar þau hófu starfsemi höfðu þau núverandi húsnæði sitt til umráða auk gamalla húsa á baklóðinni. Eigandinn vildi síðan hækka leiguna umtalsvert og lét samtökin bakhúsin af hendi og þangað fluttu nýir leigjendur sem hafa vægast sagt haldið nágrönnunum í heljargreipum. Antonio Perez starfsmaður vildarvina segir að leigusalinn hafi sjálfsagt ekki áttað sig á því að tíu til fimmtán manns myndu flytja inn með þeim sem undirritaði leigusamninginn. Það hafi þó gerst og stöðugur straumur sé af fólki í annarlegu ástandi um baklóðina allan daginn. Hann segir að íbúar hússins hafi reynt að brjótast inn til í húsnæði samtakanna en þar dvelja jafnan um 2o sjálfboðaliðar, þeir hafi einnig haft í frammi hótanir og ógnandi tilburði. Lögreglan hafi ráðlagt þeim að forðast þá enda séu þetta hættulegir menn. Einn er í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa reynt að ráða öðrum bana í bakhúsinu. Sá var stunginn í hjartað í nóvember en bjargaðist fyrir óvanalegt snarræði lækna. Þá lést maður eftir heilablæðingu síðastliðinn föstudag. Rannsókn stendur yfir en ekki er vitað hvort dauðsfallið var af mannavöldum Eignarhaldsfélagið Rauðsvík leigir núverandi íbúum hússins en leigusamningurinn rann ú fyrsta nóvember. Rauðsvík leigir út tugi íbúða á svokölluðum Barónsreit en talsmaðurinn segir að flestir leigjendur félagsins séu rólyndisfólk. Magnús Einarsson bílstjóri hjá veraldarvinum segist hafa verið fenginn til að skipta um skrár og negla fyrir gluggana en íbúarnir snúi samt alltaf aftur. Hann segir ástandið innandyra ekki skárra en utanhúss en þar sé viðbjóðslegt um að litast. Talsmaður félagsins segir að leigusamningurinn á baklóðinni hafi verið arfur frá fyrri eigendum félagsins. Beðið er eftir úrskurði um útburð frá sýslumanni. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Sjá meira
Nágrannar íbúanna í bakhúsinu á Hverfisgötu 88 hafa þurft að búa við hótanir og stöðugt ónæði mánuðum saman. Skipt hefur verið um allar skrár í húsinu en íbúarnir finna alltaf leið til að komast inn aftur. Húsið komst í fyrst í fréttirnar eftir morðtilraun í nóvember. Samtökin Veraldarvinir, sem eru sjálfboðaliðasamtök, hafa verið í nokkur ár við Hverfisgötu 88 en þegar þau hófu starfsemi höfðu þau núverandi húsnæði sitt til umráða auk gamalla húsa á baklóðinni. Eigandinn vildi síðan hækka leiguna umtalsvert og lét samtökin bakhúsin af hendi og þangað fluttu nýir leigjendur sem hafa vægast sagt haldið nágrönnunum í heljargreipum. Antonio Perez starfsmaður vildarvina segir að leigusalinn hafi sjálfsagt ekki áttað sig á því að tíu til fimmtán manns myndu flytja inn með þeim sem undirritaði leigusamninginn. Það hafi þó gerst og stöðugur straumur sé af fólki í annarlegu ástandi um baklóðina allan daginn. Hann segir að íbúar hússins hafi reynt að brjótast inn til í húsnæði samtakanna en þar dvelja jafnan um 2o sjálfboðaliðar, þeir hafi einnig haft í frammi hótanir og ógnandi tilburði. Lögreglan hafi ráðlagt þeim að forðast þá enda séu þetta hættulegir menn. Einn er í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa reynt að ráða öðrum bana í bakhúsinu. Sá var stunginn í hjartað í nóvember en bjargaðist fyrir óvanalegt snarræði lækna. Þá lést maður eftir heilablæðingu síðastliðinn föstudag. Rannsókn stendur yfir en ekki er vitað hvort dauðsfallið var af mannavöldum Eignarhaldsfélagið Rauðsvík leigir núverandi íbúum hússins en leigusamningurinn rann ú fyrsta nóvember. Rauðsvík leigir út tugi íbúða á svokölluðum Barónsreit en talsmaðurinn segir að flestir leigjendur félagsins séu rólyndisfólk. Magnús Einarsson bílstjóri hjá veraldarvinum segist hafa verið fenginn til að skipta um skrár og negla fyrir gluggana en íbúarnir snúi samt alltaf aftur. Hann segir ástandið innandyra ekki skárra en utanhúss en þar sé viðbjóðslegt um að litast. Talsmaður félagsins segir að leigusamningurinn á baklóðinni hafi verið arfur frá fyrri eigendum félagsins. Beðið er eftir úrskurði um útburð frá sýslumanni.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Sjá meira