Búa við hótanir frá nágrönnum sínum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. janúar 2015 19:30 Nágrannar íbúanna í bakhúsinu á Hverfisgötu 88 hafa þurft að búa við hótanir og stöðugt ónæði mánuðum saman. Skipt hefur verið um allar skrár í húsinu en íbúarnir finna alltaf leið til að komast inn aftur. Húsið komst í fyrst í fréttirnar eftir morðtilraun í nóvember. Samtökin Veraldarvinir, sem eru sjálfboðaliðasamtök, hafa verið í nokkur ár við Hverfisgötu 88 en þegar þau hófu starfsemi höfðu þau núverandi húsnæði sitt til umráða auk gamalla húsa á baklóðinni. Eigandinn vildi síðan hækka leiguna umtalsvert og lét samtökin bakhúsin af hendi og þangað fluttu nýir leigjendur sem hafa vægast sagt haldið nágrönnunum í heljargreipum. Antonio Perez starfsmaður vildarvina segir að leigusalinn hafi sjálfsagt ekki áttað sig á því að tíu til fimmtán manns myndu flytja inn með þeim sem undirritaði leigusamninginn. Það hafi þó gerst og stöðugur straumur sé af fólki í annarlegu ástandi um baklóðina allan daginn. Hann segir að íbúar hússins hafi reynt að brjótast inn til í húsnæði samtakanna en þar dvelja jafnan um 2o sjálfboðaliðar, þeir hafi einnig haft í frammi hótanir og ógnandi tilburði. Lögreglan hafi ráðlagt þeim að forðast þá enda séu þetta hættulegir menn. Einn er í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa reynt að ráða öðrum bana í bakhúsinu. Sá var stunginn í hjartað í nóvember en bjargaðist fyrir óvanalegt snarræði lækna. Þá lést maður eftir heilablæðingu síðastliðinn föstudag. Rannsókn stendur yfir en ekki er vitað hvort dauðsfallið var af mannavöldum Eignarhaldsfélagið Rauðsvík leigir núverandi íbúum hússins en leigusamningurinn rann ú fyrsta nóvember. Rauðsvík leigir út tugi íbúða á svokölluðum Barónsreit en talsmaðurinn segir að flestir leigjendur félagsins séu rólyndisfólk. Magnús Einarsson bílstjóri hjá veraldarvinum segist hafa verið fenginn til að skipta um skrár og negla fyrir gluggana en íbúarnir snúi samt alltaf aftur. Hann segir ástandið innandyra ekki skárra en utanhúss en þar sé viðbjóðslegt um að litast. Talsmaður félagsins segir að leigusamningurinn á baklóðinni hafi verið arfur frá fyrri eigendum félagsins. Beðið er eftir úrskurði um útburð frá sýslumanni. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nágrannar íbúanna í bakhúsinu á Hverfisgötu 88 hafa þurft að búa við hótanir og stöðugt ónæði mánuðum saman. Skipt hefur verið um allar skrár í húsinu en íbúarnir finna alltaf leið til að komast inn aftur. Húsið komst í fyrst í fréttirnar eftir morðtilraun í nóvember. Samtökin Veraldarvinir, sem eru sjálfboðaliðasamtök, hafa verið í nokkur ár við Hverfisgötu 88 en þegar þau hófu starfsemi höfðu þau núverandi húsnæði sitt til umráða auk gamalla húsa á baklóðinni. Eigandinn vildi síðan hækka leiguna umtalsvert og lét samtökin bakhúsin af hendi og þangað fluttu nýir leigjendur sem hafa vægast sagt haldið nágrönnunum í heljargreipum. Antonio Perez starfsmaður vildarvina segir að leigusalinn hafi sjálfsagt ekki áttað sig á því að tíu til fimmtán manns myndu flytja inn með þeim sem undirritaði leigusamninginn. Það hafi þó gerst og stöðugur straumur sé af fólki í annarlegu ástandi um baklóðina allan daginn. Hann segir að íbúar hússins hafi reynt að brjótast inn til í húsnæði samtakanna en þar dvelja jafnan um 2o sjálfboðaliðar, þeir hafi einnig haft í frammi hótanir og ógnandi tilburði. Lögreglan hafi ráðlagt þeim að forðast þá enda séu þetta hættulegir menn. Einn er í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa reynt að ráða öðrum bana í bakhúsinu. Sá var stunginn í hjartað í nóvember en bjargaðist fyrir óvanalegt snarræði lækna. Þá lést maður eftir heilablæðingu síðastliðinn föstudag. Rannsókn stendur yfir en ekki er vitað hvort dauðsfallið var af mannavöldum Eignarhaldsfélagið Rauðsvík leigir núverandi íbúum hússins en leigusamningurinn rann ú fyrsta nóvember. Rauðsvík leigir út tugi íbúða á svokölluðum Barónsreit en talsmaðurinn segir að flestir leigjendur félagsins séu rólyndisfólk. Magnús Einarsson bílstjóri hjá veraldarvinum segist hafa verið fenginn til að skipta um skrár og negla fyrir gluggana en íbúarnir snúi samt alltaf aftur. Hann segir ástandið innandyra ekki skárra en utanhúss en þar sé viðbjóðslegt um að litast. Talsmaður félagsins segir að leigusamningurinn á baklóðinni hafi verið arfur frá fyrri eigendum félagsins. Beðið er eftir úrskurði um útburð frá sýslumanni.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira