Forsætisráðherra segist telja að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 23. janúar 2015 19:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar. Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson lögfræðingur og fyrrum forstjóri BM Vallár, sakar Steingrím J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn, um „stófelld brot“ þegar bönkunum var skipt upp eftir hrun og fullyrðir að erlendir hrægammasjóðir hafi þannig hagnast um 300 til 400 milljarða króna. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir ásakanir Víglundar um stórfelld lögbrot, fáheyrðar og fráleitar. Víglundur sendi gögn, meðal annars stofnúrskurði FME máli sínu stuðnings á Einar K. Guðfinnsson forseta Alþingis og alla þingmenn í gærkvöldi og hvatti Alþingi til að rannsaka málið.Staðfestir það sem bent var áSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að þessi nýju gögn staðfesti það sem hann og fleiri hafi lengi haldið fram. Hann telur að Alþingi beri skylda til að rannsaka málið. „Þarna kemur í ljós það sem ég og fleiri í mínum flokki höfum bent á frá ársbyrjun 2009, að þarna hafi verið til staðar stórkostlegt tækifæri til að snúa dæminu við, almenningi í hag, og ekki hvað síst, heimila með skuldir,“ segir forsætisráðherra. „Tækifærið var ekki nýtt og það sem við sjáum núna í þessum nýju gögnum, að menn létu ekki aðeins hjá líða að nýta tækifærið, heldur létu beinlínis í það að vinda ofan af því að tækifærið yrði nýtt og fara á svig við neyðarlögin,“ segir Sigmundur Davíð.Órar og barnaskapurSteingrímur J. Sigfússon segir að grundvallarmisskilningurinn og það sem felli málið strax á fyrstu metrunum hjá Víglundi sé að hann gangi út frá því að bráðabirgðaefnahagsreikningur bankanna haustið 2008 og lauslegt mat Fjármálaeftirlitsins á líklegu verðmæti þeirra eigna sem ákveðið hafi verið að færa í nýju bankanna á móti skuldum, séu endanlegar tölur. „Það liggur fyrir í þeirri ákvörðun FME að það er ekki. Framundan er að reyna að meta raunverulegt verðmæti eignanna sem voru færðar yfir til að mæta skuldum nýju bankanna. Og skuldir bankanna, það voru innstæðurnar okkar. Um leið og þetta liggur fyrir hrynur málflutningurinn til grunna.“ Hann segir að þetta sé algengur misskilningur sem einstöku stjórnmálamenn, þröngur hópur að vísu, hafi reynt að halda á lofti. Hann tengist þeim órum, að hrunið hafi verið hálfgerð blessun fyrir Ísland, sérstaklega fall bankanna, því þar hafi myndast svigrúm fyrir okkur til að græða nokkur hundruð milljarða. „Þetta er svo óskaplegur barnaskapur og misskilningur að það hálfa væri nóg,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Víglundur Þorsteinsson segir hinsvegar að Steingrímur sé að reyna að afvegaleiða umræðuna. Matið á kröfum bankanna sé það sama og hann kynnti sjálfur í skýrslu til Alþingis árið 2011. Hann hafi ekki þorað að ræða við sig um þessi mál. Hann þurfi einfaldlega að svara því ásamt Össuri Skarphéðinssyni og Ögmundi Jónassyni, hvað mönnum gekk til á fyrstu vikum ríkisstjórnarinnar.
Tengdar fréttir „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankanna hafa blekkt þjóðina. Sigmundur Davíð segir að hann og fólk í Framsóknarflokknum hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. 23. janúar 2015 12:56