Bróðir konunnar segir að um hræðilegt slys hafi verið að ræða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2015 11:05 Konunni er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. vísir/stefán „Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta hafi verið slys. Það er alveg á hreinu. Það sést á myndbandsupptöku og við vitum að þennan dag ætlaði hún að hitta manneskju þarna við bryggjuna,“ segir Pétur Ingiberg Smárason, bróðir konunnar sem fannst í Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 18.janúar. Rannsókn málsins er á lokastigi að sögn lögreglu sem vill þó ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögregla staðfestir þó að atvikið hafi náðst á myndbandsupptöku. Sjónarvottar á nærliggjandi veitingastað urðu þess varir þegar bíllinn hafnaði í sjónum og gerðu lögreglu vart við. Í kjölfarið upphófst leit lögreglu en talið er að konan hafi verið í sjónum í allt að 30 mínútur áður en hún fannst.Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 18. janúar. Talið er að konan hafi verið í sjónum í allt að hálftíma.vísir/stefán„Hún kom inn á bryggjuna við hafnarbakkann og var að snúa bílnum við. Það var alveg flughált þarna. Hún virtist ekki ná að stöðva bílinn og um leið og framdekkin fóru yfir kantinn, sem er ekki hár, einungis nokkrir sentímetrar, þá hvolfdi bílnum og hann fór út í,“ segir Pétur sem sjálfur hefur rætt við nokkur vitni. Konan er 35 ára, móðir sautján ára stúlku. Henni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans frá því að atvikið átti sér stað. Að sögn Péturs er systir hans glöð, ung kona sem á framtíðina fyrir sér. „Þetta er auðvitað bara hræðilegt, algjörlega, og hefur skiljanlega tekið mikið á alla okkar fjölskyldu,“ segir Pétur að lokum. Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél Rúm vika er síðan bíll konunnar fór út í Reykjavíkurhöfn. 26. janúar 2015 07:00 Konan í lífshættu Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag er á gjörgæsludeild og í lífshættu. 18. janúar 2015 20:04 Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn, þar sem bíll fór út í höfnina fyrir rétt fyrir klukkan 17 í dag. 18. janúar 2015 17:04 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
„Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta hafi verið slys. Það er alveg á hreinu. Það sést á myndbandsupptöku og við vitum að þennan dag ætlaði hún að hitta manneskju þarna við bryggjuna,“ segir Pétur Ingiberg Smárason, bróðir konunnar sem fannst í Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 18.janúar. Rannsókn málsins er á lokastigi að sögn lögreglu sem vill þó ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögregla staðfestir þó að atvikið hafi náðst á myndbandsupptöku. Sjónarvottar á nærliggjandi veitingastað urðu þess varir þegar bíllinn hafnaði í sjónum og gerðu lögreglu vart við. Í kjölfarið upphófst leit lögreglu en talið er að konan hafi verið í sjónum í allt að 30 mínútur áður en hún fannst.Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 18. janúar. Talið er að konan hafi verið í sjónum í allt að hálftíma.vísir/stefán„Hún kom inn á bryggjuna við hafnarbakkann og var að snúa bílnum við. Það var alveg flughált þarna. Hún virtist ekki ná að stöðva bílinn og um leið og framdekkin fóru yfir kantinn, sem er ekki hár, einungis nokkrir sentímetrar, þá hvolfdi bílnum og hann fór út í,“ segir Pétur sem sjálfur hefur rætt við nokkur vitni. Konan er 35 ára, móðir sautján ára stúlku. Henni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans frá því að atvikið átti sér stað. Að sögn Péturs er systir hans glöð, ung kona sem á framtíðina fyrir sér. „Þetta er auðvitað bara hræðilegt, algjörlega, og hefur skiljanlega tekið mikið á alla okkar fjölskyldu,“ segir Pétur að lokum.
Tengdar fréttir Haldið sofandi í öndunarvél Rúm vika er síðan bíll konunnar fór út í Reykjavíkurhöfn. 26. janúar 2015 07:00 Konan í lífshættu Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag er á gjörgæsludeild og í lífshættu. 18. janúar 2015 20:04 Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn, þar sem bíll fór út í höfnina fyrir rétt fyrir klukkan 17 í dag. 18. janúar 2015 17:04 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Haldið sofandi í öndunarvél Rúm vika er síðan bíll konunnar fór út í Reykjavíkurhöfn. 26. janúar 2015 07:00
Konan í lífshættu Konan sem fannst í Reykjavíkurhöfn fyrr í dag er á gjörgæsludeild og í lífshættu. 18. janúar 2015 20:04
Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn, þar sem bíll fór út í höfnina fyrir rétt fyrir klukkan 17 í dag. 18. janúar 2015 17:04