Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Fjölmennt lið lögreglu, björgunarsveita og kafara meðal annars var á slysstað. Í fyrstu var ekki vitað hvort fleiri hefðu verið í bílnum.
Fjölmennt lið lögreglu, björgunarsveita og kafara meðal annars var á slysstað. Í fyrstu var ekki vitað hvort fleiri hefðu verið í bílnum. Fréttablaðið/Stefán
Konunni, sem fannst í Reykjavíkurhöfn á sunnudaginn fyrir viku, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans.

Konunni var bjargað úr sjónum um fimmleytið síðdegis á sunnudag fyrir viku eftir að lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið ekið í höfnina. Talið er að konan hafi verið allt að hálftíma í sjónum.

Í kjölfarið hófst leit lögreglu, slökkviliðs og kafara í höfninni til þess að ganga úr skugga um að ekki hefðu verið fleiri í bílnum. Konan reyndist hafa verið ein í bílnum.

Sjónarvottar sögðu skott bílsins hafa verið opið þegar bíllinn fór fram af brúninni. 


Tengdar fréttir

Bíll fór út í Reykjavíkurhöfn

Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn, þar sem bíll fór út í höfnina fyrir rétt fyrir klukkan 17 í dag.

Liggur þungt haldin á gjörgæslu

Konan sem fannst í Reykjvaíkurhöfn í gærdag liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans, að sögn vakthafandi læknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×