Tæla þarf iðnaðarmenn heim eins og lækna Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2015 12:15 Framkvæmdastjóri Samiðnar segir iðnaðarmenn sem flúið hafa land ekki treysta umhverfinu á Íslandi. Bæta þurfi kjör þeir með sama hætti og kjör lækna. vísir/gva Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira