Kúabóndi hvetur Bændasamtökin til að kæra Vilhjálm Bjarnason Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2015 11:56 Daníel Magnússon, kúabóndi á Akbraut í Holtum í Rangárþingi eystra. Vilhjálmur Bjarnason sést hér til hægri. vísir/Magnús Hlynur/stefán Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda vegna ummæla hans í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni síðasta sunnudag þar sem hann sagði íslenskan landbúnað sérstakt vandamál sem gæti varla versnað við inngöngu í Evrópusambandið. Þá bætti hann því við að landbúnaður væri aðeins hálft eða eitt prósent af landsframleiðslu. Daníel er verulega ósáttur við þingmanninn og vill kæru á hann. „Þetta eru ærumeiðandi ummæli eins og hann talar um okkur bændur. Þetta er ærumeiðing á heila starfstétt, það er það sem er. Ég veit ekki hvað Bændasamtökin gera en mér finnst allt í lagi að kæra hann. Við erum kærðir ef við förum ekki eftir því sem við eigum að gera,“ segir Daníel. Hann segir Vilhjálm ekki vera að standa sig varðandi bændur. „Nei, hann er ekki að standa sig varðandi okkur bændur, allavega hvað þetta varðar og hvernig hann talar til okkar og telur okkur vera hálfgerðar afætur á þjóðfélaginu. Stórhluti af þeim peningum, sem við fáum frá ríkinu fer til baka í stofnanir, sem eru tengdar ríkinu“. Daníel segir að bændur láti endalaust traðka á sér án þess að veita viðspyrnu, nú sé komið nóg. „Já, alltof mikið, það er bara ekki hlustað á okkur, t.d.ef við þurfum að skila forðagæsluskýrslu þá þurfum við að fá Íslykil, sem opnar inn á aðgang á Þjóðskrá. Hvað hefur Matvælastofnun að gera með lykil af því, eru þeir að fara að stunda persónunjósnir um okkur bændur eða hvað eru þeir að gera,“ segir Daníel ennfremur. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Daníel Magnússon, kúabóndi í Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra hvetur Bændasamtök Íslands til að kæra Vilhjálm Bjarnason, alþingismann Sjálfstæðisflokksins fyrir ærumeiðingar í garð bænda vegna ummæla hans í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi á Bylgjunni síðasta sunnudag þar sem hann sagði íslenskan landbúnað sérstakt vandamál sem gæti varla versnað við inngöngu í Evrópusambandið. Þá bætti hann því við að landbúnaður væri aðeins hálft eða eitt prósent af landsframleiðslu. Daníel er verulega ósáttur við þingmanninn og vill kæru á hann. „Þetta eru ærumeiðandi ummæli eins og hann talar um okkur bændur. Þetta er ærumeiðing á heila starfstétt, það er það sem er. Ég veit ekki hvað Bændasamtökin gera en mér finnst allt í lagi að kæra hann. Við erum kærðir ef við förum ekki eftir því sem við eigum að gera,“ segir Daníel. Hann segir Vilhjálm ekki vera að standa sig varðandi bændur. „Nei, hann er ekki að standa sig varðandi okkur bændur, allavega hvað þetta varðar og hvernig hann talar til okkar og telur okkur vera hálfgerðar afætur á þjóðfélaginu. Stórhluti af þeim peningum, sem við fáum frá ríkinu fer til baka í stofnanir, sem eru tengdar ríkinu“. Daníel segir að bændur láti endalaust traðka á sér án þess að veita viðspyrnu, nú sé komið nóg. „Já, alltof mikið, það er bara ekki hlustað á okkur, t.d.ef við þurfum að skila forðagæsluskýrslu þá þurfum við að fá Íslykil, sem opnar inn á aðgang á Þjóðskrá. Hvað hefur Matvælastofnun að gera með lykil af því, eru þeir að fara að stunda persónunjósnir um okkur bændur eða hvað eru þeir að gera,“ segir Daníel ennfremur.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira