Lífið

Fundu leynistað undir Eyjafjöllum

Tinni Sveinsson skrifar
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.



Í fyrstu þáttunum létu þeir gamminn geysa í Adrenalíngarðinum, á gleðibumbu við Laugavatn, lentu í vandræðum í tjaldútilegu og fóru á hestbak á Hellu.



Þeir halda nú áfram ferðalagi sínu um Suðurland og er ferðinni meðal annars heitið á leynistað, nánar til tekið í Nauthúsagil undir Eyjafjöllum.

Þeir enda síðan daginn á því að taka lagið saman í stórfenglegu umhverfi við rætur Sólheimajökuls en þar á undan hitar Brynjólfur sig upp með lagi um kílóin sem hurfu þegar hann hætti að drekka gos og borða brauð.

Þetta er fjórði þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta.


Tengdar fréttir

Fundu falda gleðibumbu

Þrír félagar ferðast um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×