Lífið

Góður rómur gerður að frammistöðu Íslendinga á Eurosonic

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sólstafir eru meðal þeirra sveita sem koma fram á Eurosonic 2015.
Sólstafir eru meðal þeirra sveita sem koma fram á Eurosonic 2015.
Íslenskar hljómsveitir troða nú upp á Eurosonic-hátíðinni sem fer fram í Gröningen í Höllandi. Nítján íslenskar hljómsveitir og listamenn troða upp ytra. Hátíðin er hugsuð fyrir aðstandendur útvarpsstöðva, tónleikahaldara og fleiri í þeim bransa til að kynna sér nýja og spennandi hluti í tónlist.

Í gær voru haldnar pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku og var þar mikill fjöldi mættur til að fræðast um hvað er á döfinni í íslensku tónlistarlífi.

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er á hátíðinni og bauð gesti velkomna í móttöku í Stadsschouwburg leikhúsinu. Þar sungu Árstíðir Heyr himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Júníus Meyvant tróð einnig upp.

Íslenski hluti Eurosonic er kallaður Iceland Erupts og er mjög góður rómur gerður af frammistöðu íslensks tónlistarfólks.

Í gær komu meðal annars Mammút, Young Karin, Sóley, Júníus Meyvant, Dj Flugvél og Geimskip, Kiasmos og Sólstafir og var örtröð á öllum tónleikunum.

Hér að neðan má sjá myndasafn frá hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×