Fékk hatursskilaboð í kjölfar ræðu um fordóma Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 10:30 Nadia Tamimi hélt í gær ræðu á málþingi um stöðu múslima á Íslandi. Mynd/GVA/Nadia Tamimi Nadia Tamimi, íslömsk kona sem hélt í gær ræðu á á málþingi um stöðu múslima, birti í gærkvöldi hatursskilaboð sem henni bárust í naflausu SMS-i. Nadia segir í Facebook-færslu sinni ætla héðan í frá að birta öll slík „ógeðs skilaboð“ sem henni berast en í skeytinu er hún meðal annars kölluð „umskorna múslimatussa“ og sögð „ógeðsleg.“ Nadia er dóttir Salmanns Tamimi, fyrrverandi formanns félags múslima á Íslandi, en móðir hennar er íslensk. Í erindi hennar á málþinginu í gær sagðist hún oft hafa orðið fyrir fordómum Íslendinga vegna trúar sinnar. „Alls staðar í kringum mig finn ég fyrir fordómum,“ segir í ræðu Nadiu, sem lesa má í heild sinni í viðhengi hér fyrir neðan. „Á hárgreiðslustofum bæjarins hef ég oft þurft að sitja við hliðina á fólki sem drullar yfir föður minn og trúna og oftar en einu sinni hef ég þurft að flýja með börnin mín út af ýmsum stöðum þar sem ég hef ekki áhuga á að þau heyri svona lagað um afa sinn eða trúna sína.“ Innlegg frá Nadia Tamimi.Kenndi aldrei öllum kristnum um morð ömmu sinnar Nadia tekur þó fram að hún telur flesta Íslendinga lausa við slíka fordóma. Þó særi alhæfingar hinna fáu og henni „svíði“ vegna þess hvernig ástandið sé í dag. „Árásirnar gegn okkur ágerast,“ skrifar Nadia meðal annars. „ Múslimar kallaðir hryðjuverkamenn upp til hópa, og þá sé ég fyrir mér föður minn, afa, ömmu og frændfólk ... Mín reynsla af múslimum bæði hér heima og í Palestínu er að þeir eru upp til hópa yndislegt og góðhjartað fólk sem koma fram við mig af virðingu.“Sjá einnig: Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Nadia tjáir sig einnig í ræðunni um dauða móðurömmu sinnar, Sigurbjargar Einarsdóttur. Hún var myrt á heimili sínu af ókunnum manni árið 1999, þá áttatíu ára gömul. „Þarna missti ég það sem var mér kærast,“ skrifar Nadia. „Sorgin yfirtók mig og reiðin líka en aldrei, ekki einu sinni, kom í huga mér að kenna öllum kristnum mönnum um, öllum Íslendingum, eða öllum hvítum mönnum … ég kenndi þessum eina manni um og ég geri enn!“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Nadia Tamimi, íslömsk kona sem hélt í gær ræðu á á málþingi um stöðu múslima, birti í gærkvöldi hatursskilaboð sem henni bárust í naflausu SMS-i. Nadia segir í Facebook-færslu sinni ætla héðan í frá að birta öll slík „ógeðs skilaboð“ sem henni berast en í skeytinu er hún meðal annars kölluð „umskorna múslimatussa“ og sögð „ógeðsleg.“ Nadia er dóttir Salmanns Tamimi, fyrrverandi formanns félags múslima á Íslandi, en móðir hennar er íslensk. Í erindi hennar á málþinginu í gær sagðist hún oft hafa orðið fyrir fordómum Íslendinga vegna trúar sinnar. „Alls staðar í kringum mig finn ég fyrir fordómum,“ segir í ræðu Nadiu, sem lesa má í heild sinni í viðhengi hér fyrir neðan. „Á hárgreiðslustofum bæjarins hef ég oft þurft að sitja við hliðina á fólki sem drullar yfir föður minn og trúna og oftar en einu sinni hef ég þurft að flýja með börnin mín út af ýmsum stöðum þar sem ég hef ekki áhuga á að þau heyri svona lagað um afa sinn eða trúna sína.“ Innlegg frá Nadia Tamimi.Kenndi aldrei öllum kristnum um morð ömmu sinnar Nadia tekur þó fram að hún telur flesta Íslendinga lausa við slíka fordóma. Þó særi alhæfingar hinna fáu og henni „svíði“ vegna þess hvernig ástandið sé í dag. „Árásirnar gegn okkur ágerast,“ skrifar Nadia meðal annars. „ Múslimar kallaðir hryðjuverkamenn upp til hópa, og þá sé ég fyrir mér föður minn, afa, ömmu og frændfólk ... Mín reynsla af múslimum bæði hér heima og í Palestínu er að þeir eru upp til hópa yndislegt og góðhjartað fólk sem koma fram við mig af virðingu.“Sjá einnig: Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Nadia tjáir sig einnig í ræðunni um dauða móðurömmu sinnar, Sigurbjargar Einarsdóttur. Hún var myrt á heimili sínu af ókunnum manni árið 1999, þá áttatíu ára gömul. „Þarna missti ég það sem var mér kærast,“ skrifar Nadia. „Sorgin yfirtók mig og reiðin líka en aldrei, ekki einu sinni, kom í huga mér að kenna öllum kristnum mönnum um, öllum Íslendingum, eða öllum hvítum mönnum … ég kenndi þessum eina manni um og ég geri enn!“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira