Tryggingagjöld sjaldan verið hærri Svavar Hávarðsson skrifar 2. janúar 2015 07:45 Hátt tryggingagjald er sagt hafa lamandi áhrif á fyrirtæki, sérstaklega lítil og meðalstór. „Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
„Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent