„Þau höfðu verið án matar og drykkjar í nokkra daga“ Gissur Sigurðsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 2. janúar 2015 12:14 Halldór Nellett, skipherra, stendur í ströngu um borð. myndir/landhelgisgæslan Ófrískar konur og tugir barna eru í hópi rúmlega 400 flóttamanna um borð í flutningaskipi, sem varðskipið Týr er nú að draga til hafnar á Ítalíu í vonsku veðri. Skipverjar á Tý lögðu sig í hættu við að komast um borð í skipið í nótt því það stefndi á fullri ferð til lands, þótt skipstjórnarmenn væru stungnir af. Haugasjór og svarta myrkur voru á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var enginn áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ sagði Halldór nú rétt fyrir hádegi. „Þá óskuðum við eftir aðstoð frá ítölsku strandgæslunni með þyrlu svo hægt væri að hífa okkur um borð. Fljótlega steindrapst reyndar á vél skipsins og þá komumst við um borð í skipið.“ Halldór segir að fólkið hafi verið nokkra daga um borð í skipinu og komu frá Tyrklandi. „Þau höfðu verið án matar og drykkjar í nokkra daga og við byrjuðum á því að fara með vatnsbyrðar yfir, dreifa því og huga að fólkinu. Það var algjörlega útilokað að ferja fólk á milli skipa eins og veðrið var í nótt.“ Halldór segir að það verði reynt að draga skipið með fólkið um borð í stað þess að reyna flytja það yfir um borð í Tý. „Það er algjörlega útilokað að flytja það yfir. Það eru sextíu börn um borð, þrjár ófrískar konur og sennilega 450 manns í allt. Það sjá það allir að þegar við eigum sjálfir erfitt með að komast um borð, þá förum við ekki að flytja konur og börn í svona veðri.“ Tengdar fréttir Týr kom stjórnlausu flóttamannaskipi til bjargar Landhelgisgæslan aðstoðaði í nótt Ítölsku strandgæsluna við að bjarga kaupskipi sem var á fullri ferð í átt að ítölsku miðjarðarhafsströndinni. 2. janúar 2015 06:52 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Ófrískar konur og tugir barna eru í hópi rúmlega 400 flóttamanna um borð í flutningaskipi, sem varðskipið Týr er nú að draga til hafnar á Ítalíu í vonsku veðri. Skipverjar á Tý lögðu sig í hættu við að komast um borð í skipið í nótt því það stefndi á fullri ferð til lands, þótt skipstjórnarmenn væru stungnir af. Haugasjór og svarta myrkur voru á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var enginn áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ sagði Halldór nú rétt fyrir hádegi. „Þá óskuðum við eftir aðstoð frá ítölsku strandgæslunni með þyrlu svo hægt væri að hífa okkur um borð. Fljótlega steindrapst reyndar á vél skipsins og þá komumst við um borð í skipið.“ Halldór segir að fólkið hafi verið nokkra daga um borð í skipinu og komu frá Tyrklandi. „Þau höfðu verið án matar og drykkjar í nokkra daga og við byrjuðum á því að fara með vatnsbyrðar yfir, dreifa því og huga að fólkinu. Það var algjörlega útilokað að ferja fólk á milli skipa eins og veðrið var í nótt.“ Halldór segir að það verði reynt að draga skipið með fólkið um borð í stað þess að reyna flytja það yfir um borð í Tý. „Það er algjörlega útilokað að flytja það yfir. Það eru sextíu börn um borð, þrjár ófrískar konur og sennilega 450 manns í allt. Það sjá það allir að þegar við eigum sjálfir erfitt með að komast um borð, þá förum við ekki að flytja konur og börn í svona veðri.“
Tengdar fréttir Týr kom stjórnlausu flóttamannaskipi til bjargar Landhelgisgæslan aðstoðaði í nótt Ítölsku strandgæsluna við að bjarga kaupskipi sem var á fullri ferð í átt að ítölsku miðjarðarhafsströndinni. 2. janúar 2015 06:52 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Týr kom stjórnlausu flóttamannaskipi til bjargar Landhelgisgæslan aðstoðaði í nótt Ítölsku strandgæsluna við að bjarga kaupskipi sem var á fullri ferð í átt að ítölsku miðjarðarhafsströndinni. 2. janúar 2015 06:52