Gríðarlegt hagsmunamál fyrir heimilin Linda Blöndal skrifar 2. janúar 2015 20:12 „Við byrjuðum að fylgjast með þessum breytingum í haust. Við munum gera það áfram á næstu mánuðum og til þess höfum við útvíkkað okkar starfsemi svolítið,“ segir Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, aðspurð um hvernig ASÍ hafi nálgast það að fylgjast með þeim skattabreytingum sem tóku gildi um áramótin. Henný segir ASÍ vera vant að fylgjast vel með matvörumarkaðnum, en kannski ekki raftækjum, bílavarahlutum og byggingarvörum. „Þannig að við höfum reynt að útvíkka okkar starfsemi til þessara flokka til þess að geta fylgst vel með þessu.“Hafið þið áhyggjur af því að ágóðinn af þessu renni ekki til neytenda?„Það er að minnta kosti full ástæða til þess að fylgjast vel með því. Þetta er gríðarlegt hagsmunamál. Þetta er mikil breyting. Það eru í raun og vera að verða breytingar á verði, annað hvort til hækkunar eða lækkunar, á nánast öllum útgjöldum fólks. Auðvitað er mikil hagsmunamál að þær lækkanir sem eiga að verða skili sér og sömuleiðis að hækkanir verði ekki meiri en tilefni er til. Við teljum því mjög brýnt að fylgjast með þessu og hvetjum neytendur sérstaklega. Þeir eru sjálfir lykilaðilar í að fylgjast með breytingum þó að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplýsa um stöðu mála,“ segir Henný. Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin og munu koma við hvert heimili í landinu. Breytingar á virðisaukaskatti tóku gildi nú um áramótin og skila sér strax í breyttu verðlagi og vart verður við lækkun vörugjalda á næstunni. Lægra þrep skattsins fer úr 7 í 11 prósent sem þýðir 3,7 prósenta hækkun á vöruverði almennt. Hærra þrepið fer frá 25,5 prósent niður í 24 prósent sem lækkar verð 1,2 prósent. Vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður en vörur sem báru vörugjald geta lækkað um allt að 20 prósent miðað við þá álagningu sem var í um 800 vöruflokkum. Lækkun vörugjalda mun koma í ljós á næstu vikum en enn eru verið að selja vörur frá birgjum sem báru vörugjöldin sem felld eru nú niður. Verðbreytingin nær til nær allra þátta sem viðkoma heimili landsmanna, heita vatnið hækkar en rafmagn til almennra nota lækkar, sem og verð á rafvörum, fötum og skó, húsgögnum, varahlutum í bíla og fleira. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á neyslusköttum í seinni tíð. Skattalækkunin í heild á að lækka neysluvísitölu um 0,4 prósent, samkvæmt fjármálaráðuneytinu. Tengdar fréttir Mestu skattabreytingar í seinni tíð Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin. 2. janúar 2015 19:41 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Við byrjuðum að fylgjast með þessum breytingum í haust. Við munum gera það áfram á næstu mánuðum og til þess höfum við útvíkkað okkar starfsemi svolítið,“ segir Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, aðspurð um hvernig ASÍ hafi nálgast það að fylgjast með þeim skattabreytingum sem tóku gildi um áramótin. Henný segir ASÍ vera vant að fylgjast vel með matvörumarkaðnum, en kannski ekki raftækjum, bílavarahlutum og byggingarvörum. „Þannig að við höfum reynt að útvíkka okkar starfsemi til þessara flokka til þess að geta fylgst vel með þessu.“Hafið þið áhyggjur af því að ágóðinn af þessu renni ekki til neytenda?„Það er að minnta kosti full ástæða til þess að fylgjast vel með því. Þetta er gríðarlegt hagsmunamál. Þetta er mikil breyting. Það eru í raun og vera að verða breytingar á verði, annað hvort til hækkunar eða lækkunar, á nánast öllum útgjöldum fólks. Auðvitað er mikil hagsmunamál að þær lækkanir sem eiga að verða skili sér og sömuleiðis að hækkanir verði ekki meiri en tilefni er til. Við teljum því mjög brýnt að fylgjast með þessu og hvetjum neytendur sérstaklega. Þeir eru sjálfir lykilaðilar í að fylgjast með breytingum þó að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplýsa um stöðu mála,“ segir Henný. Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin og munu koma við hvert heimili í landinu. Breytingar á virðisaukaskatti tóku gildi nú um áramótin og skila sér strax í breyttu verðlagi og vart verður við lækkun vörugjalda á næstunni. Lægra þrep skattsins fer úr 7 í 11 prósent sem þýðir 3,7 prósenta hækkun á vöruverði almennt. Hærra þrepið fer frá 25,5 prósent niður í 24 prósent sem lækkar verð 1,2 prósent. Vörugjöld og sykurskattur hafa verið felld niður en vörur sem báru vörugjald geta lækkað um allt að 20 prósent miðað við þá álagningu sem var í um 800 vöruflokkum. Lækkun vörugjalda mun koma í ljós á næstu vikum en enn eru verið að selja vörur frá birgjum sem báru vörugjöldin sem felld eru nú niður. Verðbreytingin nær til nær allra þátta sem viðkoma heimili landsmanna, heita vatnið hækkar en rafmagn til almennra nota lækkar, sem og verð á rafvörum, fötum og skó, húsgögnum, varahlutum í bíla og fleira. Ekki hefur orðið viðlíka breyting á neyslusköttum í seinni tíð. Skattalækkunin í heild á að lækka neysluvísitölu um 0,4 prósent, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Tengdar fréttir Mestu skattabreytingar í seinni tíð Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin. 2. janúar 2015 19:41 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Mestu skattabreytingar í seinni tíð Mikið var að gera í stærstu verslunum landsins við að breyta verðmerkingum á nokkur þúsund vörum vegna skattabreytinga sem tóku gildi um áramótin. 2. janúar 2015 19:41