Innlent

Vélarvana bátur dreginn til Grundarfjarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grundarfirði.
Frá Grundarfirði. Vísir/Vilhelm
Björgunarskip og bátar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á norðanverðu Snæfellsnesi um klukkan 12.30 vegna vélarvana bátar.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að um farþegabát með 22 farþegum um borð sé að ræða og hafi hann verið kominn mjög nærri landi. „Nú hefur tekist að koma að minnsta kosti annarri vél bátsins í gang og er hann kominn frá landi og á leið inn til Grundarfjarðar.“

Bátnum er fylgt af björgunarbátum.

Uppfært:

Báturinn kom til hafnar í Grundarfirði þegar klukkan var að ganga tvö. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu segir skipið hafi hrokkið í gang í þann mund sem björgunarbáturinn kom að bátnum sem var þá kominn hættulega nærri landi. „Báturinn sigldi inn í Grundarfjarðarhöfn og björgunarfólk fylgdi. Þetta var ferðaþjónustubátur notaður til hvala- og fuglaskoðunar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×