Ekkert formlegt eftirlit verður með afnámi vörugjalda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. janúar 2015 20:00 Stjórnvöld ætla ekki að hafa sérstakt eftirlit með því afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts skili sér til neytenda. Ólöf Nordal, ráðherra neytendamála, segir að markaðurinn muni sjá um að veita fyrirtækjum aðhald. Almenn vörugjöld og sykurskattur voru afnumin um áramótin og efra þrep virðisaukaskatts lækkað úr 25,5% í 24%. Gert er ráð fyrir að breytingarnar skili sér flestar strax í breyttu verðlagi, sem mikið hagsmunamál fyrir neytendur. Jóhannes Magnússon, formaður Neytendasamtakanna, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld hefðu átt að skipuleggja eftirlit með verðlagi raftækja fyrir áramót, eða áður en að vörugjöldin voru afnumin. Mjög erfitt sé að halda utan um hvort afnámið fari til neytenda eða hvort verlsanir notfæri sér skattkerfisbreytingar til að hækka sína álagningu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, er því ósammála og segir ekki tilefni til að hafa formlegt eftirlit með hækkuninni. „Þetta er fyrst og fremst mál okkar alla neytenda í landinu, að fylgjast með vöruverði, og hagsmunaaðila líka. Mín skoðun er sú að neytendur muni sjá um að veita fyrirtækjum aðhald í þessu. Ég er ekki talsmaður þess að vera með opinbert verðlagseftirlit,“ segir hún. „Fyrirtæki munu auðvitað lækka vöruverð til samræmis við þessar breytingar sem hafa þegar orðið. Ef menn draga lappirnar í því mun það bara koma niður á þeim sjálfum því að fólk mun bara sniðganga þau fyrirtæki“. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Stjórnvöld ætla ekki að hafa sérstakt eftirlit með því afnám vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts skili sér til neytenda. Ólöf Nordal, ráðherra neytendamála, segir að markaðurinn muni sjá um að veita fyrirtækjum aðhald. Almenn vörugjöld og sykurskattur voru afnumin um áramótin og efra þrep virðisaukaskatts lækkað úr 25,5% í 24%. Gert er ráð fyrir að breytingarnar skili sér flestar strax í breyttu verðlagi, sem mikið hagsmunamál fyrir neytendur. Jóhannes Magnússon, formaður Neytendasamtakanna, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld hefðu átt að skipuleggja eftirlit með verðlagi raftækja fyrir áramót, eða áður en að vörugjöldin voru afnumin. Mjög erfitt sé að halda utan um hvort afnámið fari til neytenda eða hvort verlsanir notfæri sér skattkerfisbreytingar til að hækka sína álagningu. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, er því ósammála og segir ekki tilefni til að hafa formlegt eftirlit með hækkuninni. „Þetta er fyrst og fremst mál okkar alla neytenda í landinu, að fylgjast með vöruverði, og hagsmunaaðila líka. Mín skoðun er sú að neytendur muni sjá um að veita fyrirtækjum aðhald í þessu. Ég er ekki talsmaður þess að vera með opinbert verðlagseftirlit,“ segir hún. „Fyrirtæki munu auðvitað lækka vöruverð til samræmis við þessar breytingar sem hafa þegar orðið. Ef menn draga lappirnar í því mun það bara koma niður á þeim sjálfum því að fólk mun bara sniðganga þau fyrirtæki“.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira