Enski boltinn

West Ham krækir í kanadískan varnarmann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Doneil er líklega kampakátur með að vera genginn í raðir West Ham.
Doneil er líklega kampakátur með að vera genginn í raðir West Ham. Vísir/Getty
Spútniklið ensku úrvalsdeildarinnar til þessa, West Ham, hefur krækt í Doneil Henry frá Apollon Limasson fyrir óuppgefna upphæð.

Henry er Kanada-maður sem hóf sinn feril hjá Toronto, en var síðan keyptur til Apollon Limassol. Hann var hins vegar lánaður beint aftur til Toronto.

Ryan Nelsen, fyrrverandi fyrirliði Blackburn, er stjóri Toronto og Sam Allardyce, stjóri West Ham, segir að þeir hafi átt gott spjall áður en West Ham klófesti Henry.

„Ryan var fyrirliði minn hjá Blackburn fyrir nokkrum ár og hann hringdi og sagði okkur frá Doneil," sagði Allardyce við heimasíðu West Ham.

„Með þjálfun og vinnu í nokkrum atriðum varnarleiksins og hvernig eigi að verjast í ensku úrvalsdeildinni segir Ryan að hann hafi allt til þess að verða góður varnarmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×