Innlent

Alvarleg líkamsárás í miðbænum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tvær líkamsárásir voru í miðbænum í nótt.
Tvær líkamsárásir voru í miðbænum í nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi
Maður sló annan mann í höfuðið með glasi eða glerflösku í gærkvöldi neðarlega á Laugaveginum og er árásarmannsins nú leitað. Maður sem fyrir árásinni varð er ekki alvarlega slasaður en það er engu að síður mjög alvarleg árás að slá annan manni með hvers kyns gleri og sérstaklega í höfuðið, eins og segir í tilkynningu lögreglu.

Önnur líkamsárás var í miðbænum í nótt en hún var ekki alvarleg. Enginn gisti fangageymslur vegna hennar.

Þá kom 17 ára piltur á lögreglustöðina og bað um að fá gista í fangageymslu. Lögreglan hafði samband við Barnavernd sem aðstoðaði drenginn frekar og fann fyrir hann skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×