Innlent

Opinbera svindlara á Facebook

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Búið er að birta nöfn og myndir af fólki sem sagt er stunda óheiðarleg viðskipti og hefur verið kært til lögreglu vegna þess.
Búið er að birta nöfn og myndir af fólki sem sagt er stunda óheiðarleg viðskipti og hefur verið kært til lögreglu vegna þess.
Búið er að stofna síðu á Facebook sem heitir „Svindlarar á Íslandi“.

Á síðunni segir að tilgangur hennar sé að deila upplýsingum um varasamt fólk í viðskiptum í netheimum sem og annars staðar.

Búið er að birta nöfn og myndir af fólki sem sagt er stunda óheiðarleg viðskipti og hefur verið kært til lögreglu vegna þess.

Uppfært klukkan 13:50

Á síðunni, sem á fjórða þúsund manns hafa líkað við, kemur fram að gríðarlega margar ábendingar hafi borist frá fólki sem hafi verið svikið í viðskiptum, aðallega í gegnum netið.

„Erum að skoða þetta og munum ekki birta neitt nema vera búin að ganga eins vel úr skugga og hægt er að ekki sé um eitthvert "djók" að ræða enda alvarlegt mál.“

Þá segir að verði síðan til þess að einhver sleppi undan klóm þessara einstaklinga sé takmarkinu náð. „Þó að verði bara einn einstaklingur!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×