Innlent

Flugeldi skotið inn um bréfalúgu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/Pjetur
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en klukkan hálf fimm í morgun barst lögreglunni tilkynning um minniháttar skemmdarverk, er skoteld hafði verið settur inn um bréfalúgu þar sem hann sprakk.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Um klukkan tvö í nótt var maður handtekinn er hann reyndi að komast um borð í skip við Örfirinsey.

Lögreglunni barst síðan tilkynning um líkamsárás í Lækjargötu á þriðja tímanum. Meiðsl fórnarlambsins voru minniháttar en gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglan mætti á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×