Innlent

Rúmlega 11% myndu skila auðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/valli
Fylgi Pírata eykst um tæplega þrjú prósentustig milli mánaða, en nær 11% þeirra sem tóku afstöðu segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag.

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi flokkana ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs minnkar um tæplega tvö prósentustig og Bjartrar framtíðar um tæpt prósentustig milli mánaða. Næstum 13% segjast myndu kjósa Vinstrihreyfinguna- grænt framboð og sama hlutfall Bjarta framtíð.

Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða eða á bilinu 0,1 til 0,3 prósentustig. Liðlega 27% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, fimmtungur segist myndi kjósa Samfylkinguna og rúmlega 11% Framsóknarflokkinn. Liðlega 5% segjast myndu kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi.

Rúmlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag og rösklega 13% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp.

Stuðningur við ríkisstjórnina stendur nánast í stað milli mánaða (eykst um 0,3 prósentustig), en tæplega 37% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana.

Þjóðarpúls Gallup.Mynd/skjáskot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×