Innlent

Hundur á flækingi í Kópavogi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Svartur og hvítur hundur með rauða ól hefur verið á flækingi í Kópavogi síðan í hádeginu í dag. Stormi er spáð í kvöld og hefur Helga Dóra Steindórsdóttir, íbúi í Vallarkór í Kópavogi, miklar áhyggjur af hundinum.

„Hundurinn virðist rammvilltur. Það er tík hérna í húsinu sem hugsanlega er á lóðaríi en það gæti verið ástæða þess að hann hefur verið hér fyrir utan í allan dag,“ segir Helga Dóra í samtali við Vísi.

Hundurinn er svartur og hvítur að lit með rauða ól.vísir/getty
Hún hefur fylgst með hundinum í dag og reynt að lokka hann til sín með ýmsu góðgæti, en án árangurs. „Hann borðar skinkuna sem ég gef honum en hleypur í burtu ef ég nálgast hann. Ég var að kaupa meiri skinku og vonandi næ ég honum. Það er spáð brjáluðu veðri og auðvitað hefur maður áhyggjur af blessuðum dýrunum.“

Helga segir hundinn á stærð við fjárhund og telur líklegt að hann sé af tegundinni Border Collie. Þeir sem telja sig þekkja til hundsins eru beðnir um að hafa samband við Helgu Dóru í síma 846-2146.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×