Innlent

Stefnir lífi sínu í hættu á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Dean Gunnarsson ætlar að stefna lífi sínu í hættu við Hörpu á morgun.
Dean Gunnarsson ætlar að stefna lífi sínu í hættu við Hörpu á morgun.
Lífshættulegur gjörningur kanadíska listamannsins Deans Gunnarssonar mun fara fram bakvið Hörpu tónlistarhús klukkan 12 á morgun. Dean hyggst láta hlekkja sig við brennandi skip, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð.

Til stóð að framkvæma gjörninginn í gær við Sólfarið á Sæbraut en fresta varð áhættuatriðinu vegna veðurs. Viðburðurinn er hluti af sjónvarpsþættinum Escape or die! en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum.

Veðurspá morgundagsins er góð og verður því reynt við atburðinn bakvið Hörpu, eða við Ingólfsgarð (gengið hægra megin við Hörpu). Kvikmyndatökuliðið mun hefjast handa klukkan 12 við að gera og græja og stefnt er að því að framkvæma atriðið um klukkan hálf 1.

Aðgangur er ókeypis og eru áhugasamir hvattir til að mæta.

Facebook-síðu hópsins má sjá hér.


Tengdar fréttir

Hlekkjar sig við brennandi víkingaskip

Kanadíski “Escape” listamaðurinn og Vestur-Íslendingurinn Dean Gunnarsson ætlar að hlekkja sig við brennandi víkingaskip, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð.

Segir hugrekkið í víkingablóðinu

Vestur- Íslenskur ofurhugi ætlar á næstu dögum að hlekkja sig við brennandi víkingaskip í Reykjavíkurhöfn, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Hann segir hugrekkið víkingablóðinu að þakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×