Innlent

Telja sig hafa uppgötvað hvar réttað var yfir Jesú Kristi

ingvar haraldsson skrifar
vísir/ap
Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið staðinn þar sem réttað var yfir Jesú Kristi í Jerúsalem fyrir tæplega 2000 árum. Staðurinn sem um ræðir er við safn kennt við Davíðsturninn í gamla bæ Jerúsalem. Washington Post greinir frá.

Uppgröfturinn hófst fyrir fimmtán árum í gömlum fangelsisrústum og hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum á þeim tíma. Stríð Ísraela og Palestínumanna hefur sett strik í reikninginn auk þess að fé hefur vantað til að ljúka uppgreftrinum. Þegar er að farið er að sýna ferðamönnum staðinn og ganga með þá þaðan og að Golgotha þar sem talið er að Jesú hafi verið krossfestur.

Shimon Gibson, prófessor í fornleifafræði við Norður-Karólínu háskóla segir staðinn passa út frá sögulegu og fornleifafræðilegu tilliti við það sem stæði í biblíunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×