Innlent

Kveikt í blaðagámi í Kópavogi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/þorbjörn þórðarson
Eldur kom upp í blaðagámi við verslun Nóatúns í Hamraborg í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld. Engan sakaði og lítil hætta á ferðum og gekk slökkvistarf greiðlega. Einhver reykur rataði þó inn í Nóatún og nærliggjandi verslanir og er því nú unnið að reykræstingu.

Talið er líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða en líklega voru flugeldar notaðir við verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×