Komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða jukust rétt fyrir hrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2015 15:13 Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ungum konum líður verr í kjölfar hrunsins og komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða fjölgar. Vísir Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, kynnti fyrstu niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær. „Í rannsókninni erum við að skoða allar komur á bráðamóttöku Landspítalans og allar innlagnir á spítalann vegna sjálfsskaða á tíu ára tímabili, frá 2003 til 2012. Ég skipti tímabilinu síðan í tvennt þarna við 6. október 2008 og hyggst skoða hvort og þá hvaða áhrif kreppan hefur haft á komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Inni í því eru eitranir, eigin saga um sjálfsskaða og greiningar sem kallast vísvitandi sjálfskaði,“ segir Hildur. Leiðbeinandi Hildar, Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsuvísindum, hefur mikið rannsakað áhrif áfalla á andlega líðan og sýna rannsóknir hennar að streita hefur aukist í samfélaginu eftir hrun, sérstaklega meðal kvenna. Hildur segir að fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni benda til þess sama: „Aðalniðurstöðurnar benda til vissrar aukningar fyrir hrun og að þær nái toppi í lok árs 2007 og í byrjun 2008, sérstaklega á meðal karla. Það kom okkur á óvart, og að sama skapi það að komum karla fór mikið fækkandi eftir hrun.“ Hildur segir að þær hafi síður átt von á þeim niðurstöðum þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að það sé aukin áhætta á sjálfsvígstilraunum eftir efnahagshrun. Hún segir tengsl við atvinnuleysi meðal annars sýna að karlar séu í aukinni áhættu á að líða verr. „Við sjáum hins vegar að ungum konum líður verr og það er aukning í komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Við getum ekki áætlað neitt strax út frá þessum niðurstöðum en rannsóknin sem Arna gerði á streitu sýndi þó einnig að konur eru í auknum áhættuhópi og upplifa meiri streitu. Þannig að við sjáum hreyfingu þarna á meðal ungra kvenna.“ Heildarfjöldi koma á bráðamóttöku var tæplega 5.200 á því tíu ára tímabili sem Hildur skoðar og hún segir heildarfjölda koma á árunum fyrir og eftir hrun vera nokkuð svipaðan. Hins vegar sé munurinn merkjanlegur á fjölda þeirra sem koma eftir kyni og aldri og að það sem helst komi á óvart sé toppurinn í komum fyrir hrun. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, kynnti fyrstu niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær. „Í rannsókninni erum við að skoða allar komur á bráðamóttöku Landspítalans og allar innlagnir á spítalann vegna sjálfsskaða á tíu ára tímabili, frá 2003 til 2012. Ég skipti tímabilinu síðan í tvennt þarna við 6. október 2008 og hyggst skoða hvort og þá hvaða áhrif kreppan hefur haft á komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Inni í því eru eitranir, eigin saga um sjálfsskaða og greiningar sem kallast vísvitandi sjálfskaði,“ segir Hildur. Leiðbeinandi Hildar, Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsuvísindum, hefur mikið rannsakað áhrif áfalla á andlega líðan og sýna rannsóknir hennar að streita hefur aukist í samfélaginu eftir hrun, sérstaklega meðal kvenna. Hildur segir að fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni benda til þess sama: „Aðalniðurstöðurnar benda til vissrar aukningar fyrir hrun og að þær nái toppi í lok árs 2007 og í byrjun 2008, sérstaklega á meðal karla. Það kom okkur á óvart, og að sama skapi það að komum karla fór mikið fækkandi eftir hrun.“ Hildur segir að þær hafi síður átt von á þeim niðurstöðum þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að það sé aukin áhætta á sjálfsvígstilraunum eftir efnahagshrun. Hún segir tengsl við atvinnuleysi meðal annars sýna að karlar séu í aukinni áhættu á að líða verr. „Við sjáum hins vegar að ungum konum líður verr og það er aukning í komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Við getum ekki áætlað neitt strax út frá þessum niðurstöðum en rannsóknin sem Arna gerði á streitu sýndi þó einnig að konur eru í auknum áhættuhópi og upplifa meiri streitu. Þannig að við sjáum hreyfingu þarna á meðal ungra kvenna.“ Heildarfjöldi koma á bráðamóttöku var tæplega 5.200 á því tíu ára tímabili sem Hildur skoðar og hún segir heildarfjölda koma á árunum fyrir og eftir hrun vera nokkuð svipaðan. Hins vegar sé munurinn merkjanlegur á fjölda þeirra sem koma eftir kyni og aldri og að það sem helst komi á óvart sé toppurinn í komum fyrir hrun.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira