Komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða jukust rétt fyrir hrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2015 15:13 Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ungum konum líður verr í kjölfar hrunsins og komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða fjölgar. Vísir Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, kynnti fyrstu niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær. „Í rannsókninni erum við að skoða allar komur á bráðamóttöku Landspítalans og allar innlagnir á spítalann vegna sjálfsskaða á tíu ára tímabili, frá 2003 til 2012. Ég skipti tímabilinu síðan í tvennt þarna við 6. október 2008 og hyggst skoða hvort og þá hvaða áhrif kreppan hefur haft á komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Inni í því eru eitranir, eigin saga um sjálfsskaða og greiningar sem kallast vísvitandi sjálfskaði,“ segir Hildur. Leiðbeinandi Hildar, Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsuvísindum, hefur mikið rannsakað áhrif áfalla á andlega líðan og sýna rannsóknir hennar að streita hefur aukist í samfélaginu eftir hrun, sérstaklega meðal kvenna. Hildur segir að fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni benda til þess sama: „Aðalniðurstöðurnar benda til vissrar aukningar fyrir hrun og að þær nái toppi í lok árs 2007 og í byrjun 2008, sérstaklega á meðal karla. Það kom okkur á óvart, og að sama skapi það að komum karla fór mikið fækkandi eftir hrun.“ Hildur segir að þær hafi síður átt von á þeim niðurstöðum þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að það sé aukin áhætta á sjálfsvígstilraunum eftir efnahagshrun. Hún segir tengsl við atvinnuleysi meðal annars sýna að karlar séu í aukinni áhættu á að líða verr. „Við sjáum hins vegar að ungum konum líður verr og það er aukning í komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Við getum ekki áætlað neitt strax út frá þessum niðurstöðum en rannsóknin sem Arna gerði á streitu sýndi þó einnig að konur eru í auknum áhættuhópi og upplifa meiri streitu. Þannig að við sjáum hreyfingu þarna á meðal ungra kvenna.“ Heildarfjöldi koma á bráðamóttöku var tæplega 5.200 á því tíu ára tímabili sem Hildur skoðar og hún segir heildarfjölda koma á árunum fyrir og eftir hrun vera nokkuð svipaðan. Hins vegar sé munurinn merkjanlegur á fjölda þeirra sem koma eftir kyni og aldri og að það sem helst komi á óvart sé toppurinn í komum fyrir hrun. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, sjúkraþjálfari og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, kynnti fyrstu niðurstöður úr doktorsrannsókn sinni á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands í gær. „Í rannsókninni erum við að skoða allar komur á bráðamóttöku Landspítalans og allar innlagnir á spítalann vegna sjálfsskaða á tíu ára tímabili, frá 2003 til 2012. Ég skipti tímabilinu síðan í tvennt þarna við 6. október 2008 og hyggst skoða hvort og þá hvaða áhrif kreppan hefur haft á komur á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Inni í því eru eitranir, eigin saga um sjálfsskaða og greiningar sem kallast vísvitandi sjálfskaði,“ segir Hildur. Leiðbeinandi Hildar, Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsuvísindum, hefur mikið rannsakað áhrif áfalla á andlega líðan og sýna rannsóknir hennar að streita hefur aukist í samfélaginu eftir hrun, sérstaklega meðal kvenna. Hildur segir að fyrstu niðurstöður úr rannsókn sinni benda til þess sama: „Aðalniðurstöðurnar benda til vissrar aukningar fyrir hrun og að þær nái toppi í lok árs 2007 og í byrjun 2008, sérstaklega á meðal karla. Það kom okkur á óvart, og að sama skapi það að komum karla fór mikið fækkandi eftir hrun.“ Hildur segir að þær hafi síður átt von á þeim niðurstöðum þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að það sé aukin áhætta á sjálfsvígstilraunum eftir efnahagshrun. Hún segir tengsl við atvinnuleysi meðal annars sýna að karlar séu í aukinni áhættu á að líða verr. „Við sjáum hins vegar að ungum konum líður verr og það er aukning í komum þeirra á bráðamóttöku vegna sjálfsskaða. Við getum ekki áætlað neitt strax út frá þessum niðurstöðum en rannsóknin sem Arna gerði á streitu sýndi þó einnig að konur eru í auknum áhættuhópi og upplifa meiri streitu. Þannig að við sjáum hreyfingu þarna á meðal ungra kvenna.“ Heildarfjöldi koma á bráðamóttöku var tæplega 5.200 á því tíu ára tímabili sem Hildur skoðar og hún segir heildarfjölda koma á árunum fyrir og eftir hrun vera nokkuð svipaðan. Hins vegar sé munurinn merkjanlegur á fjölda þeirra sem koma eftir kyni og aldri og að það sem helst komi á óvart sé toppurinn í komum fyrir hrun.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira