Innlent

Eins milljarða flughermir tekinn í notkun

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum.
Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum.

Rúmlega eins milljarða króna flughermir, sem búin er fullkominni tækni til að þjálfa flugmenn, var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í Hafnarfirði í dag. Líklegt er að erlendir atvinnuflugmenn komi hingað til lands í reglubundna þjálfun í herminum.

Flug­herm­ir­inn er sá fysti sinnar tegundar hér á landi, en hann er  er ná­kvæm eft­ir­lík­ing af stjórn­klefa Boeing 757 flug­vél­ar. Í herminum er hægt að kalla fram marg­háttaðar bil­an­ir og þjálfa flug við breyti­leg veður­skil­yrði til að reyna á viðbrögð flug­manna. 

Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða en flughermir af þessu tagi kostar rúmlega einn milljarð króna.  Undirbúningur að því að fá herminn hingað til lands hefur staðið yfir í átján mánuði og byggt var sérstakt húsnæði undir hann. Samningaviðræður eru nú í gangi um að fá erlenda flugmenn hingað til lands í þjáflun.

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, opnaði herminn með formlegum hætti í dag og fékk að sjálfsögðu að prófa að fljúga, eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.