Gunni Helga og Þorsteinn Guðmunds fengu listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2015 09:34 Leikararnir Gunnar Helgason og Þorsteinn Guðmundsson eru kampakátir með sín listamannalaun, sem þeir fengu þó ekki vegna leiklistarstarfsemi heldur fyrir grín og barnabókaskrif. Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar. Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar.
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira