Gunni Helga og Þorsteinn Guðmunds fengu listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2015 09:34 Leikararnir Gunnar Helgason og Þorsteinn Guðmundsson eru kampakátir með sín listamannalaun, sem þeir fengu þó ekki vegna leiklistarstarfsemi heldur fyrir grín og barnabókaskrif. Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira