Harðasti andstæðingur kvótakerfisins orðinn vinur þess Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2015 13:09 Finnbogi Vikar er kominn með nýja sýn á sjávarútvegsmálin. Vísir/Stefán/Pjetur „Ég var sakaður um að hafa verið keyptur en þegar menn fóru og kynntu sér í hverju ég hafði lent á Vopnafirði þá hvarf það,” segir Finnbogi Vikar. Hann hefur á skömmum tíma farið úr því að vera einn mesti andstæðingur kvótakerfisins yfir í að verða einn helsti talsmaður þess. Finnbogi er hvað þekktastur fyrir skýrslu sem hann gerði ásamt Þórði Má Jónssyni um fiskveiðistjórnunarkerfið sem hefur verið tengd við þá ákvörðun að gefa veiðar á úhafsrækju frjálsar árið 2010. Sama ár sat Finnbogi í sáttanefndinni svokölluðu í umboði Hreyfingarinnar en álit nefndarinnar hefur verið nýtt til að smíða drög að frumvarpi um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Finnbogi var mjög á móti áliti sáttanefndarinnar á sínum tíma en styður það í dag. Það sem olli þessum viðsnúningi að hans sögn er mótlæti sem hann varð fyrir eftir að hafa opnað fiskvinnsluna Vopnfisk á Vopnafirði í vorið 2014. Finnbogi hafði vonast eftir að setjast að í sveitarfélaginu og vinna þar afla veiddan út á byggðakvóta en segist hafa mætt andstöðu sjómanna á staðnum sem vildu ekki landa hjá honum.Kippt til raunveruleikans„Alla mína tíð, frá því ég var sjómaður, hef ég talað fyrir hönd þeirra sem vildu fara í útgerð sjálfir, sem vildu byrja. Og ég talaði fyrir hönd byggða sem höfðu misst kvótann frá sér,“ segir Finnbogi. Byggðakvóti er hugsaður sem mótvægisaðgerð handa byggðum sem hafa misst aflaheimildir úr plássinu með tilheyrandi fólksfækkun. Hann varð því fyrir verulegum vonbrigðum þegar hann upplifði að margir þeirra sjómanna sem fengu byggðakvóta til að efla atvinnulífið í byggðinni vildu ekki landa aflanum í vinnsluna hans. Við það að landa afla í vinnsluna þurftu sjómennirnir samkvæmt reglum að reiða fram tonn á móti hverju því tonni sem veitt var með byggðakvóta, en sveitarfélagið hafði verið undanþegið þeirri reglu sökum þess að ekki var vinnsla í plássinu. Var því aflanum landað til vinnslu í Reykjavík og á markað. „Ég var að berjast fyrir hugsjón en hún hvarf á Vopnafirði. Þeir tóku hana og kipptu mér til raunveruleikans. Það þýðir ekkert að vera með hugsjón í þessu, hún bara gengur ekki upp,“ segir Finnbogi. Hreppsnefnd Vopnafjarðar samþykkti nýverið að sækja um undanþágu frá vinnslu á byggðakvóta og bar við að engin vinnsla væri í plássinu. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, sagðist í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni fagna því ef forsvarsmenn Vopnfisks telji sig geta unnið úthlutaðan byggðakvóta sveitarfélagsins í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Sagði Ólafur það vera keppikefli sveitarfélagsins að vinnsla hefjist í heimabyggð sem mun auka fjölbreytni starfa í byggðarlaginu. Finnbogi segir á móti að þessi vinnsla hafi verið til staðar og að hreppsnefndinni sé fullkunnugt um andstöðu margra sjómanna í garð vinnslunnar.Frá Vopnafirði. Vísir/PjeturGlímir við þunglyndiReynslan á Vopnafirði hefur legið mjög þungt á Finnboga sem hefur glímt við mjög mikið þunglyndi síðastliðið ár. „Þetta er bara eitthvað sem hefur blundað í mér mjög lengi,“ segir Finnbogi. Í febrúar í fyrra var hann haldinn sjálfsvígshugleiðingum en var bjargað af vinum og samstarfsfélögum á Bakkafirði sem kölluðu eftir hjálp. Stofnun vinnslunnar og viðtökurnar á Vopnafirði bættu ekki líðan hans og segist hann hafa mætt fordómum vegna andlegra veikinda. Þunglyndið ágerðist síðastliðið sumar og fór svo að vinir hans kölluðu til lækni sem ákvað að senda hann suður á geðdeild með næstu vél. „Það var bara til að bjarga lífi mínu. En ég er búinn að vera fjóra mánuði að vinna mig úr þessu, því skömmin er svo mikil,“ segir Finnbogi. Eftir vikudvöl á geðdeild í ágúst síðastliðnum fór hann aftur austur en staldraði ekki lengi við þar. „Hún sat svo í mér öll framkoman og umræðan sem var þarna um mig.“Vill festa kerfið í sessiFinnbogi segir framkomu í hans garð vegna fiskvinnslunnar hafa algjörlega snúið afstöðu sinni gagnvart fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hann sjái ekki tilganginn í því að veita byggðarlögum úrræði frá ríkinu vegna missis aflaheimilda ef eiginhagsmunir eiga að ráða för. Hann hefur þó séð jákvæð áhrif byggðakvóta á sjávarpláss og nefnir í því sambandi Bakkafjörð og segir byggðakvótann þar hafa glætt fiskvinnsluna í bænum þegar hann starfaði þar. En er þá hægt að draga þá ályktun að úrræði ríkisins á borð við byggðakvóta og strandveiðar virki ekki fyrir allt landið þó að Finnbogi hafi lent í slæmri reynslu á Vopnafirði? „Auðvitað á maður ekki að alhæfa um alla en maður heyrir þessar sögur víða. Svo þegar maður lendir í þessu sjálfur, meira segja frekar öfgakenndu dæmi, þá sér maður að það sem var sagt við mann var rétt.“Vísir/StefánFinnbogi leggur til að strandveiðum verði hætt og sömuleiðis úthlutun byggðakvóta. Hann segist vilja tryggja atvinnuöryggi þeirra sem starfa nú þegar við sjávarútveg á Íslandi með því að festa fiskveiðistjórnunarkerfið í sessi þannig að ekki sé hægt að valda uppnámi á því á fjögurra ára fresti í aðdraganda kosninga. Hann segist ekki óttast frekari samþjöppun í kerfinu sem muni leiða til frekari byggðaröskunar. Hann gerir þó eina undantekningu. Hann vill að reglur um leigukvóta verði rýmkaðar þannig að framboð á honum aukist sem leiði til lækkunar á leiguverðinu sem auki möguleika nýliða á að komast inn í kerfið. „Ég er frekar til í að vera leikmaður á markaði þar sem er kvóti til leigu og reyna að leigja mér kvóta og hægt og rólega að byggja mig upp með því að kaupa kvóta eftir reglum um framboð og eftirspurn frekar en að standa í svona leik.“Sér ekki eftir skýrslunniEn sér hann þá eftir skýrslunni sem hafði áhrif á að rækjuveiðar voru gefnar frjálsar? „Ég sé ekki eftir skýrslunni því það þurfti að hrista upp í þessu þá en mér fannst mjög leiðinlegt að menn sem keyptu kvótann misstu hann. Menn sem fjárfestu í kerfi sem þeir telja að sé til frambúðar. Eins og hendi sé veifað kemur stjórnmálamaður og tekur það af þeim. Þá hefðu menn reyndar átt að vera búnir að tala sín á milli til að koma í veg fyrir að kvóti sem einhver vill veiða brennur inni.“ Þessi afstaða hans hefur vissulega vakið mikla athygli á meðal þeirra sem áður höfðu sömu afstöðu til fiskveiðistjórnunarkerfisins og sú saga farið á kreik að hann hafi hreinlega verið „keyptur“, sem Finnbogi segir vera fjarri sannleikanum. „Ég var sakaður um að hafa verið keyptur en þegar menn fóru og kynntu sér í hverju ég hafði lent á Vopnafirði þá hvarf það.“ Tengdar fréttir Telja vinnslu á Vopnafirði vel í sveit setta Fiskvinnsla Vopnfisks á Vopnafirði telur sig í stakk búna til að taka við öllum þeim afla sem fyllir byggðakvótann sem Vopnafjarðarhreppur hefur fengið úthlutað á yfirstandandi fiskveiðiári og gagnrýnir fullyrðingar sveitarstjórnar um að ekki séu haldbær rök fyrir því að fiskvinnsla sé á Vopnafirði. 5. janúar 2015 07:30 Fagnar því ef vinnsla hefst á Vopnafirði Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, fagnar því ef forsvarsmenn Vopnfisks ehf. telja sig geta unnið úthlutaðan byggðakvóta sveitarfélagsins í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Vonar hann að útgerðaraðilar og Vopnfiskur nái saman svo vinnsla geti hafist sem fyrst. 7. janúar 2015 07:00 Biðja um undanþágu frá vinnsluskyldu byggðakvóta Vopnafjarðarhreppur óskar eftir undanþágu frá því að vinna byggðakvóta í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Engin vinnsla sögð vera í bænum. Sveitarstjórinn vonar að hægt verði að vinna afla í heimabyggð. 3. janúar 2015 11:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
„Ég var sakaður um að hafa verið keyptur en þegar menn fóru og kynntu sér í hverju ég hafði lent á Vopnafirði þá hvarf það,” segir Finnbogi Vikar. Hann hefur á skömmum tíma farið úr því að vera einn mesti andstæðingur kvótakerfisins yfir í að verða einn helsti talsmaður þess. Finnbogi er hvað þekktastur fyrir skýrslu sem hann gerði ásamt Þórði Má Jónssyni um fiskveiðistjórnunarkerfið sem hefur verið tengd við þá ákvörðun að gefa veiðar á úhafsrækju frjálsar árið 2010. Sama ár sat Finnbogi í sáttanefndinni svokölluðu í umboði Hreyfingarinnar en álit nefndarinnar hefur verið nýtt til að smíða drög að frumvarpi um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Finnbogi var mjög á móti áliti sáttanefndarinnar á sínum tíma en styður það í dag. Það sem olli þessum viðsnúningi að hans sögn er mótlæti sem hann varð fyrir eftir að hafa opnað fiskvinnsluna Vopnfisk á Vopnafirði í vorið 2014. Finnbogi hafði vonast eftir að setjast að í sveitarfélaginu og vinna þar afla veiddan út á byggðakvóta en segist hafa mætt andstöðu sjómanna á staðnum sem vildu ekki landa hjá honum.Kippt til raunveruleikans„Alla mína tíð, frá því ég var sjómaður, hef ég talað fyrir hönd þeirra sem vildu fara í útgerð sjálfir, sem vildu byrja. Og ég talaði fyrir hönd byggða sem höfðu misst kvótann frá sér,“ segir Finnbogi. Byggðakvóti er hugsaður sem mótvægisaðgerð handa byggðum sem hafa misst aflaheimildir úr plássinu með tilheyrandi fólksfækkun. Hann varð því fyrir verulegum vonbrigðum þegar hann upplifði að margir þeirra sjómanna sem fengu byggðakvóta til að efla atvinnulífið í byggðinni vildu ekki landa aflanum í vinnsluna hans. Við það að landa afla í vinnsluna þurftu sjómennirnir samkvæmt reglum að reiða fram tonn á móti hverju því tonni sem veitt var með byggðakvóta, en sveitarfélagið hafði verið undanþegið þeirri reglu sökum þess að ekki var vinnsla í plássinu. Var því aflanum landað til vinnslu í Reykjavík og á markað. „Ég var að berjast fyrir hugsjón en hún hvarf á Vopnafirði. Þeir tóku hana og kipptu mér til raunveruleikans. Það þýðir ekkert að vera með hugsjón í þessu, hún bara gengur ekki upp,“ segir Finnbogi. Hreppsnefnd Vopnafjarðar samþykkti nýverið að sækja um undanþágu frá vinnslu á byggðakvóta og bar við að engin vinnsla væri í plássinu. Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, sagðist í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni fagna því ef forsvarsmenn Vopnfisks telji sig geta unnið úthlutaðan byggðakvóta sveitarfélagsins í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Sagði Ólafur það vera keppikefli sveitarfélagsins að vinnsla hefjist í heimabyggð sem mun auka fjölbreytni starfa í byggðarlaginu. Finnbogi segir á móti að þessi vinnsla hafi verið til staðar og að hreppsnefndinni sé fullkunnugt um andstöðu margra sjómanna í garð vinnslunnar.Frá Vopnafirði. Vísir/PjeturGlímir við þunglyndiReynslan á Vopnafirði hefur legið mjög þungt á Finnboga sem hefur glímt við mjög mikið þunglyndi síðastliðið ár. „Þetta er bara eitthvað sem hefur blundað í mér mjög lengi,“ segir Finnbogi. Í febrúar í fyrra var hann haldinn sjálfsvígshugleiðingum en var bjargað af vinum og samstarfsfélögum á Bakkafirði sem kölluðu eftir hjálp. Stofnun vinnslunnar og viðtökurnar á Vopnafirði bættu ekki líðan hans og segist hann hafa mætt fordómum vegna andlegra veikinda. Þunglyndið ágerðist síðastliðið sumar og fór svo að vinir hans kölluðu til lækni sem ákvað að senda hann suður á geðdeild með næstu vél. „Það var bara til að bjarga lífi mínu. En ég er búinn að vera fjóra mánuði að vinna mig úr þessu, því skömmin er svo mikil,“ segir Finnbogi. Eftir vikudvöl á geðdeild í ágúst síðastliðnum fór hann aftur austur en staldraði ekki lengi við þar. „Hún sat svo í mér öll framkoman og umræðan sem var þarna um mig.“Vill festa kerfið í sessiFinnbogi segir framkomu í hans garð vegna fiskvinnslunnar hafa algjörlega snúið afstöðu sinni gagnvart fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hann sjái ekki tilganginn í því að veita byggðarlögum úrræði frá ríkinu vegna missis aflaheimilda ef eiginhagsmunir eiga að ráða för. Hann hefur þó séð jákvæð áhrif byggðakvóta á sjávarpláss og nefnir í því sambandi Bakkafjörð og segir byggðakvótann þar hafa glætt fiskvinnsluna í bænum þegar hann starfaði þar. En er þá hægt að draga þá ályktun að úrræði ríkisins á borð við byggðakvóta og strandveiðar virki ekki fyrir allt landið þó að Finnbogi hafi lent í slæmri reynslu á Vopnafirði? „Auðvitað á maður ekki að alhæfa um alla en maður heyrir þessar sögur víða. Svo þegar maður lendir í þessu sjálfur, meira segja frekar öfgakenndu dæmi, þá sér maður að það sem var sagt við mann var rétt.“Vísir/StefánFinnbogi leggur til að strandveiðum verði hætt og sömuleiðis úthlutun byggðakvóta. Hann segist vilja tryggja atvinnuöryggi þeirra sem starfa nú þegar við sjávarútveg á Íslandi með því að festa fiskveiðistjórnunarkerfið í sessi þannig að ekki sé hægt að valda uppnámi á því á fjögurra ára fresti í aðdraganda kosninga. Hann segist ekki óttast frekari samþjöppun í kerfinu sem muni leiða til frekari byggðaröskunar. Hann gerir þó eina undantekningu. Hann vill að reglur um leigukvóta verði rýmkaðar þannig að framboð á honum aukist sem leiði til lækkunar á leiguverðinu sem auki möguleika nýliða á að komast inn í kerfið. „Ég er frekar til í að vera leikmaður á markaði þar sem er kvóti til leigu og reyna að leigja mér kvóta og hægt og rólega að byggja mig upp með því að kaupa kvóta eftir reglum um framboð og eftirspurn frekar en að standa í svona leik.“Sér ekki eftir skýrslunniEn sér hann þá eftir skýrslunni sem hafði áhrif á að rækjuveiðar voru gefnar frjálsar? „Ég sé ekki eftir skýrslunni því það þurfti að hrista upp í þessu þá en mér fannst mjög leiðinlegt að menn sem keyptu kvótann misstu hann. Menn sem fjárfestu í kerfi sem þeir telja að sé til frambúðar. Eins og hendi sé veifað kemur stjórnmálamaður og tekur það af þeim. Þá hefðu menn reyndar átt að vera búnir að tala sín á milli til að koma í veg fyrir að kvóti sem einhver vill veiða brennur inni.“ Þessi afstaða hans hefur vissulega vakið mikla athygli á meðal þeirra sem áður höfðu sömu afstöðu til fiskveiðistjórnunarkerfisins og sú saga farið á kreik að hann hafi hreinlega verið „keyptur“, sem Finnbogi segir vera fjarri sannleikanum. „Ég var sakaður um að hafa verið keyptur en þegar menn fóru og kynntu sér í hverju ég hafði lent á Vopnafirði þá hvarf það.“
Tengdar fréttir Telja vinnslu á Vopnafirði vel í sveit setta Fiskvinnsla Vopnfisks á Vopnafirði telur sig í stakk búna til að taka við öllum þeim afla sem fyllir byggðakvótann sem Vopnafjarðarhreppur hefur fengið úthlutað á yfirstandandi fiskveiðiári og gagnrýnir fullyrðingar sveitarstjórnar um að ekki séu haldbær rök fyrir því að fiskvinnsla sé á Vopnafirði. 5. janúar 2015 07:30 Fagnar því ef vinnsla hefst á Vopnafirði Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, fagnar því ef forsvarsmenn Vopnfisks ehf. telja sig geta unnið úthlutaðan byggðakvóta sveitarfélagsins í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Vonar hann að útgerðaraðilar og Vopnfiskur nái saman svo vinnsla geti hafist sem fyrst. 7. janúar 2015 07:00 Biðja um undanþágu frá vinnsluskyldu byggðakvóta Vopnafjarðarhreppur óskar eftir undanþágu frá því að vinna byggðakvóta í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Engin vinnsla sögð vera í bænum. Sveitarstjórinn vonar að hægt verði að vinna afla í heimabyggð. 3. janúar 2015 11:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Telja vinnslu á Vopnafirði vel í sveit setta Fiskvinnsla Vopnfisks á Vopnafirði telur sig í stakk búna til að taka við öllum þeim afla sem fyllir byggðakvótann sem Vopnafjarðarhreppur hefur fengið úthlutað á yfirstandandi fiskveiðiári og gagnrýnir fullyrðingar sveitarstjórnar um að ekki séu haldbær rök fyrir því að fiskvinnsla sé á Vopnafirði. 5. janúar 2015 07:30
Fagnar því ef vinnsla hefst á Vopnafirði Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, fagnar því ef forsvarsmenn Vopnfisks ehf. telja sig geta unnið úthlutaðan byggðakvóta sveitarfélagsins í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Vonar hann að útgerðaraðilar og Vopnfiskur nái saman svo vinnsla geti hafist sem fyrst. 7. janúar 2015 07:00
Biðja um undanþágu frá vinnsluskyldu byggðakvóta Vopnafjarðarhreppur óskar eftir undanþágu frá því að vinna byggðakvóta í heimabyggð á yfirstandandi fiskveiðiári. Engin vinnsla sögð vera í bænum. Sveitarstjórinn vonar að hægt verði að vinna afla í heimabyggð. 3. janúar 2015 11:30