Þá þurfti að flytja tvo til viðbótar á slysadeild með sjúkrabíl.
Suðurlandsvegi var lokað vestan við Skálm á Mýrdalssandi um tíma í dag vegna slyssins en opnað hefur verið fyrir umferð að nýju.
Tildrög slyssins eru óljós en lögreglan vinnur enn að rannsókn á vettvangi og eru vegfarendur beðnir að sýna biðlund og tillitsemi gagnvart viðbragðsaðilum á vettvangi.