Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans Snærós Sindradóttir skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Skólameistari ME og rektor MH segja pésa sem verið hafa til vandræða hafa skánað með árunum. Vísir/Stefán „Mér finnst þetta algjörlega vera barn síns tíma og ég, sem formaður, vil leggja þetta niður,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Í dag verður haldið málþing á vegum nemendafélagsins um Pésann, slúðurblað skólans. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina um druslustimplun var viðtal við Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur, 22 ára konu sem var tekin fyrir í Fréttapésa, slúðurriti Menntaskólans við Hamrahlíð, og stimpluð drusla. Sögusagnir fóru af stað og hún náði ekki að hrista þær af sér alla framhaldsskólagönguna. Hún glímir enn við sálrænar afleiðingar eineltisins, svo sem kvíða og óþarfa varkárni í samskiptum og hegðun. Rebekka segir að þótt Pési ME-inga hafi skánað með árunum sé enn verið að lista upp hvaða nemendur kysstust eða hverjir séu að slá sér upp. „Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn.“ Hún segir að eldri nemendur, sem eitt sinn sáu ekkert athugavert við Pésann, muni tala á málþinginu því til stuðnings að Pésinn verði lagður niður í núverandi mynd. „Með þessu málþingi viljum við fyrst og fremst fá að heyra ólíkar skoðanir því ég vil ekki vera formaðurinn sem er bara einhver einræðisherra. Svo reikna ég með því að þetta verði tekið upp hjá stjórn nemendafélagsins og í framhaldinu tekin ákvörðun,“ segir Rebekka. Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir Pésann hafa verið vandræðapésa um árabil. Öfugt við ritnefndir Fréttapésans í MH séu ritnefndir Pésans oftast skipaðar stúlkum. Þær séu þó ekkert vægari við kynsystur sínar en strákarnir. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, hefur tilfinningu fyrir því að Fréttapésinn sé vægari nú en áður. Hann man vel eftir atvikinu sem lýst er í helgarumfjöllun Fréttablaðsins. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni.“ Hann segir að nemendurnir sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
„Mér finnst þetta algjörlega vera barn síns tíma og ég, sem formaður, vil leggja þetta niður,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Í dag verður haldið málþing á vegum nemendafélagsins um Pésann, slúðurblað skólans. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina um druslustimplun var viðtal við Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur, 22 ára konu sem var tekin fyrir í Fréttapésa, slúðurriti Menntaskólans við Hamrahlíð, og stimpluð drusla. Sögusagnir fóru af stað og hún náði ekki að hrista þær af sér alla framhaldsskólagönguna. Hún glímir enn við sálrænar afleiðingar eineltisins, svo sem kvíða og óþarfa varkárni í samskiptum og hegðun. Rebekka segir að þótt Pési ME-inga hafi skánað með árunum sé enn verið að lista upp hvaða nemendur kysstust eða hverjir séu að slá sér upp. „Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn.“ Hún segir að eldri nemendur, sem eitt sinn sáu ekkert athugavert við Pésann, muni tala á málþinginu því til stuðnings að Pésinn verði lagður niður í núverandi mynd. „Með þessu málþingi viljum við fyrst og fremst fá að heyra ólíkar skoðanir því ég vil ekki vera formaðurinn sem er bara einhver einræðisherra. Svo reikna ég með því að þetta verði tekið upp hjá stjórn nemendafélagsins og í framhaldinu tekin ákvörðun,“ segir Rebekka. Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir Pésann hafa verið vandræðapésa um árabil. Öfugt við ritnefndir Fréttapésans í MH séu ritnefndir Pésans oftast skipaðar stúlkum. Þær séu þó ekkert vægari við kynsystur sínar en strákarnir. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, hefur tilfinningu fyrir því að Fréttapésinn sé vægari nú en áður. Hann man vel eftir atvikinu sem lýst er í helgarumfjöllun Fréttablaðsins. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni.“ Hann segir að nemendurnir sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira