Synjað um lyf við lifrarbólgu C: Mál Fanneyjar Bjarkar gegn ríkinu fær flýtimeðferð Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 18:03 Fanney Björk Ásbjörnsdóttir hefur verið veik af lifrarbólgu C um áraskeið en sjúkdómurinn uppgötvaðist ekki fyrr en fyrir um tíu árum. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fékk í dag samþykkt að mál hennar gegn ríkinu fái flýtimeðferð. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf. Ríkið hefur tvær vikur til að skila greinargerð og málið verður tekið fyrir í ágúst að öllum líkindum. RÚV greinir frá. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Fanneyjar, segir í samtali við RÚV að einungis sé samþykkt að mál fái flýtimeðferð þegar um ríka hagsmuni sé að ræða. Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Annar lögmaður Fanneyjar, Hjördís Birna Hjartardóttir, krafðist þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð. „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún. Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20 Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fanney Björk Ásbjörnsdóttir fékk í dag samþykkt að mál hennar gegn ríkinu fái flýtimeðferð. Fanney stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf. Ríkið hefur tvær vikur til að skila greinargerð og málið verður tekið fyrir í ágúst að öllum líkindum. RÚV greinir frá. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Fanneyjar, segir í samtali við RÚV að einungis sé samþykkt að mál fái flýtimeðferð þegar um ríka hagsmuni sé að ræða. Fanney hefur lengi verið óvinnufær, verið mjög þjáð og metin með 65 prósent varanlega örorku en fyrst fyrir tíu árum kom í ljós hvað olli veikindunum. Lyfjameðferð sem hún fékk hér á landi 2012 reyndist lífshættuleg vegna aukaverkana. Lyfin eru þó talin úreld á öðrum Norðurlöndum og nýrri og betri meðferð er beitt þar með lyfinu Harvoni sem getur veitt nánast fulla lækningu. Lyfið stendur sjúklingum hér ekki til boða, þrátt fyrir að fólk sé alvarlega veikt eins og Fanney en lifur hennar skemmist sífellt meira. Fanney er ekki í neinni lyfjameðferð lengur. Lyfjagreiðslunefnd synjaði Fanneyju um lyfin þar kostnaðurinn rúmaðist ekki innan fjárlaga 2015. Annar lögmaður Fanneyjar, Hjördís Birna Hjartardóttir, krafðist þess að synjunin verði felld úr gildi og að málið fái flýtimeðferð. „Við byggjum málið á því að það sé ekki hægt að synja henni um lyfin með vísan í að þetta rúmist ekki innan fjárlaga. Að þetta séu grundvallarréttindi sem trompi þá alltaf fjárhag ríkisins hverju sinni”, sagði Hjördís Birna Hjartardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. „Það er í stjórnarskránni og í lögum að það ber að tryggja sjúkum nauðsynlega læknisaðstoð”, segir hún.
Tengdar fréttir Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00 Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20 Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fær ekki nauðsynleg lyf til að ná bata af lifrarbólgu C Fanney Björk smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983 en greindist ekki fyrr en árið 2010. Hún hefur fengið neitun um að fá lyf sem myndu líklega hjálpa henni að ná bata af sjúkdóminum. 10. júní 2015 07:00
Stefnir íslenskra ríkinu: Synjað um nauðsynleg lyf við lifrarbólgu C vegna fjárskorts „Ef við tölum bara hreint út, þá er það ríkið sem að í raun smitar hana af þessum sjúkdómi,“ segir Hjördís Birna Hjartardóttir, lögmaður Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur. 5. júlí 2015 19:20
Mikið áfall að fá að vita að lyfin stæðu ekki íslenskum sjúklingum til boða Fanney Björk hefur glímt við lifrarbólgu C í rúm þrjátíu ár. Hún er ein þeirra sem fær ekki ný og miklu öflugri lyf við sjúkdómnum, sem standa til boða á öllum Norðurlöndum nema Íslandi. 16. maí 2015 19:30