Vill fá samræmd próf aftur Sveinn Arnarsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Að mati skólameistara Verzlunarskóla Íslands er nemandi sem var með átta í meðaleinkunn fyrir tíu árum engu lakari námsmaður en sá sem er með níu í meðaleinkunn nú. VÍSIR/Vilhelm Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira