Innlent

Fíkniefni fundust á réttindalausum ökumanni

Bjarki Ármannsson skrifar
Tveir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna gruns um ölvun við akstur.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna gruns um ölvun við akstur. Vísir/Anton
Tveir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var annar ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en í ljóst kom að hann var án ökuréttinda.

Að því er segir í skýrslu lögreglu, fundust ætluð fíkniefni á manninum og farþega hans. Þeir voru báðir látnir lausir að lokinni blóð- og skýrslutöku.

Þá var tilkynnt um reyk úr herbergi á Funahöfða rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Að sögn lögreglu var um minniháttar eld að ræða og búið að slökkva hann tveimur mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×