Hægt að misnota rafræn skilríki með „einbeittum brotavilja“ 17. júní 2015 23:00 MYND/VÍSIR Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað að Neytendastofu beri að kanna á ný ábendingu um alvarlegan öryggisgalla í rafrænni skilríkjalausn Auðkennis ehf. Tölvunarfræðingurinn Friðjón Guðjohnsen kvartaði til Neytendastofu yfir því að mögulegt er fyrir óviðkomandi aðila að misnota rafræn skilríki frá Auðkenni ehf. í síma hans. Til þess þurfti viðkomandi að komast í síma notandans og koma þar fyrir njósnahugbúnaði sem hver sem er getur orðið sér úti um. Í samtali við Vísi segir Friðjón að það sé nánast á allra færi að koma búnaðinum fyrir. Hann sé hannaður fyrir foreldra sem vilja fylgjast með símanotkun barnanna sinna og sendir hann allt það sem fram fer í símanum til þess sem kemur honum fyrir – þar með talið allt sem slegið er á lyklaborð símans, svo sem lykilorð og PIN. Friðjón segist enn fremur hafa bent á að skilríkjalausn Auðkennis ehf. uppfylli ekki skilyrði laga um fullgildar rafrænar undirskriftir. Þannig hafi hann bent Neytendastofu á, lið fyrir lið, hvernig slík misnotkun væri möguleg.Íslendingum var gert að fá sér rafræn skilríki vildu þeir samþykkja skuldaniðurfellinguna á sínum tíma.Vísir/GVANeytendastofa svaraði erindi Friðjóns á þann veg að stofnunin sæi ekki ástæðu til að grípa til aðgerða í málinu. Þetta rökstuddi stofnunin meðal annars með því að til að misnota skilríkin þyrfti „einbeittan brotavilja" af hálfu slíks óviðkomandi aðila. Jafnframt taldi stofnunin að undir öllum kringumstæðum bæru notendur sjálfir ábyrgð á að vernda þau tæki sem notuð eru með rafrænum skilríkjum. Málinu var vísað til Áfrýjunarnefndar neytendamála sem úrskurðaði nýlega að málsmeðferð Neytendastofu hafi verið áfátt. Nefndin felldi úr gildi þá ákvörðun stofnunarinnar að hafast ekkert frekar að í málinu. Er stofnuninni því gert að taka málið til meðferðar að nýju og kanna hvort umræddur öryggisgalli kalli á aðgerðir af hálfu stofnunarinnar. Þótt úrskurðarnefndin hafi ekki tekið efnislega afstöðu í málinu sá hún ástæðu til að gera athugasemd við ákveðna afstöðu stofnunarinnar. Stofnunin hélt því fram að erindið hafi ekki lotið að „kerfi, búnaði eða starfsskipulagi" Auðkennis ehf. og varðaði í reynd „meðferð almennings á eigin símtækjum". Nefndin telur hins vegar að erindið „varðar sýnilega hvort sá undirskriftarbúnaður sem Auðkenni ehf. bjóði upp á fullnægi kröfum 1. mgr. 8. gr. laga nr. 28/2001 en Neytendastofu er falið að hafa eftirlit með starfssemi fyrirtækisins þar að lútandi“. Tengdar fréttir Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. 4. maí 2015 10:34 Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 Óskar svara um Auðkenni Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í dag að útlit væri fyrir að þvinga ætti landsmenn í viðskipti við fyrirtækið Auðkenni. 15. september 2014 18:08 Vill vita hvort kynntir verði öryggisgallar rafrænna skilríkja Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um öryggi rafrænna skilríkja í eigu Auðkenni ehf. 2. júní 2015 06:54 Leiðréttingin kynnt eftir helgi: Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna Skuldaleiðrétting ríkistjórnarinnar verður kynnt næsta mánudag. Stærsti hluti þeirra sem um hana sótti, eða rúmlega 90 prósent þeirra, fá kynningu á niðurstöðum útreikninga á lánum sínum. 7. nóvember 2014 10:32 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað að Neytendastofu beri að kanna á ný ábendingu um alvarlegan öryggisgalla í rafrænni skilríkjalausn Auðkennis ehf. Tölvunarfræðingurinn Friðjón Guðjohnsen kvartaði til Neytendastofu yfir því að mögulegt er fyrir óviðkomandi aðila að misnota rafræn skilríki frá Auðkenni ehf. í síma hans. Til þess þurfti viðkomandi að komast í síma notandans og koma þar fyrir njósnahugbúnaði sem hver sem er getur orðið sér úti um. Í samtali við Vísi segir Friðjón að það sé nánast á allra færi að koma búnaðinum fyrir. Hann sé hannaður fyrir foreldra sem vilja fylgjast með símanotkun barnanna sinna og sendir hann allt það sem fram fer í símanum til þess sem kemur honum fyrir – þar með talið allt sem slegið er á lyklaborð símans, svo sem lykilorð og PIN. Friðjón segist enn fremur hafa bent á að skilríkjalausn Auðkennis ehf. uppfylli ekki skilyrði laga um fullgildar rafrænar undirskriftir. Þannig hafi hann bent Neytendastofu á, lið fyrir lið, hvernig slík misnotkun væri möguleg.Íslendingum var gert að fá sér rafræn skilríki vildu þeir samþykkja skuldaniðurfellinguna á sínum tíma.Vísir/GVANeytendastofa svaraði erindi Friðjóns á þann veg að stofnunin sæi ekki ástæðu til að grípa til aðgerða í málinu. Þetta rökstuddi stofnunin meðal annars með því að til að misnota skilríkin þyrfti „einbeittan brotavilja" af hálfu slíks óviðkomandi aðila. Jafnframt taldi stofnunin að undir öllum kringumstæðum bæru notendur sjálfir ábyrgð á að vernda þau tæki sem notuð eru með rafrænum skilríkjum. Málinu var vísað til Áfrýjunarnefndar neytendamála sem úrskurðaði nýlega að málsmeðferð Neytendastofu hafi verið áfátt. Nefndin felldi úr gildi þá ákvörðun stofnunarinnar að hafast ekkert frekar að í málinu. Er stofnuninni því gert að taka málið til meðferðar að nýju og kanna hvort umræddur öryggisgalli kalli á aðgerðir af hálfu stofnunarinnar. Þótt úrskurðarnefndin hafi ekki tekið efnislega afstöðu í málinu sá hún ástæðu til að gera athugasemd við ákveðna afstöðu stofnunarinnar. Stofnunin hélt því fram að erindið hafi ekki lotið að „kerfi, búnaði eða starfsskipulagi" Auðkennis ehf. og varðaði í reynd „meðferð almennings á eigin símtækjum". Nefndin telur hins vegar að erindið „varðar sýnilega hvort sá undirskriftarbúnaður sem Auðkenni ehf. bjóði upp á fullnægi kröfum 1. mgr. 8. gr. laga nr. 28/2001 en Neytendastofu er falið að hafa eftirlit með starfssemi fyrirtækisins þar að lútandi“.
Tengdar fréttir Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. 4. maí 2015 10:34 Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33 Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42 Óskar svara um Auðkenni Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í dag að útlit væri fyrir að þvinga ætti landsmenn í viðskipti við fyrirtækið Auðkenni. 15. september 2014 18:08 Vill vita hvort kynntir verði öryggisgallar rafrænna skilríkja Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um öryggi rafrænna skilríkja í eigu Auðkenni ehf. 2. júní 2015 06:54 Leiðréttingin kynnt eftir helgi: Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna Skuldaleiðrétting ríkistjórnarinnar verður kynnt næsta mánudag. Stærsti hluti þeirra sem um hana sótti, eða rúmlega 90 prósent þeirra, fá kynningu á niðurstöðum útreikninga á lánum sínum. 7. nóvember 2014 10:32 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. 4. maí 2015 10:34
Rafræn skilríki nýtt við framkvæmd leiðréttingar Rafræn skilríki verða notið til undirritunar á ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar í tengslum við aðgerðir stjórnvalda um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána. 4. september 2014 18:33
Fimmtíu þúsund geta virkjað farsímaskilríki Yfir fimmtíu þúsund viðskiptavinir Símans geta nú virkjað rafræn skilríki á farsímann sinn án endurgjalds. Þeir sem ekki hafa tengt skilríkin við símann verða hvattir til þess á næstu vikum. 8. september 2014 09:42
Óskar svara um Auðkenni Ögmundur Jónasson sagði á Alþingi í dag að útlit væri fyrir að þvinga ætti landsmenn í viðskipti við fyrirtækið Auðkenni. 15. september 2014 18:08
Vill vita hvort kynntir verði öryggisgallar rafrænna skilríkja Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um öryggi rafrænna skilríkja í eigu Auðkenni ehf. 2. júní 2015 06:54
Leiðréttingin kynnt eftir helgi: Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna Skuldaleiðrétting ríkistjórnarinnar verður kynnt næsta mánudag. Stærsti hluti þeirra sem um hana sótti, eða rúmlega 90 prósent þeirra, fá kynningu á niðurstöðum útreikninga á lánum sínum. 7. nóvember 2014 10:32