Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júní 2015 18:48 Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent