Enski boltinn

Van Gaal vill ekki svíkja eiginkonuna

Van Gaal og Ryan Giggs aðstoðarmaður hans.
Van Gaal og Ryan Giggs aðstoðarmaður hans. vísir/getty
Stjóri Man. Utd, Louis van Gaal, stefnir á að hætta hjá félaginu sumarið 2017 er samningur hans við félagið rennur út.

„Ég lofaði konunni minni að ég myndi hætta þá. Ástæðan er sú að við eigum ekki mörg ár saman eftir," sagði Van Gaal er hann var spurður út í möguleikann á að framlengja samningi sínum við félagið. Hann vildi helst ekki svara því eiginkona hans væri reið yfir því að hann væri enn að þjálfa.

„Ég sagði henni á sínum tíma að ég myndi hætta að vinna þegar ég yrði 55 ára. Ég er enn að vinna og verð 64 ára í næstu viku. Eina sem ég vildi gera áður en ég hætti var að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Ég þarf ekki að fara svo til Katar og vinna mér inn meiri pening. Það þarf líka að njóta lífsins og hjónbabandsins."

Man. Utd er nú á keppnisferðalagi í Bandaríkjunum og Van Gaal er enn að leita að leikmönnum. Það er ekki enn ljóst hvort Angel di Maria verði áfram hjá félaginu. Van Gaal segir að liðið þurfi meiri hraða í framlínuna og hann mun því kaupa eitthvað ef Di Maria fer til PSG eins og gæti farið.


Tengdar fréttir

Romero búinn að semja við Man Utd

Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Sergio Romero er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×