Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Linda Blöndal skrifar 2. apríl 2015 20:30 Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið. Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið.
Alþingi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira