Hugarflug og agaður stíll Magnús Guðmundsson skrifar 21. október 2015 11:30 Sigurður Skúlason stendur fyrir Gyrðisvöku í Hannesarholti í kvöld. Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“ Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Sigurður Skúlason hefur sett saman og hyggst flytja um klukkustundar langa dagskrá úr verkum Gyrðis Elíassonar skálds, rithöfundar og þýðanda. „Þetta er nú að eigin frumkvæði sem ég er að standa í þessu en Gyrðir er minn uppáhalds núlifandi íslenski höfundur. Það er nú hvatinn á bak við þetta. Málið með Gyrði er að hann er fyrst og fremst skáld af guðs náð. Hann hefur þvílík yfirburða tök á ritlistinni og hans skáldaæð er svo víðfeðm og botnlaus. Hann sameinar það að hafa að því er virðist takmarkalaust hugarflug og svo mjög agaðan stíl sem er alveg ótrúlega sterk blanda. Það er í rauninni merkilegt að skoða höfundarverk Gyrðis og hversu stórt og fjölbreytilegt það er í ljósi þess að hann er ekki nema fimmtíu og fjögurra ára. Þegar maður fer að kynna sér verk Gyrðis þá áttar maður sig líka fljótlega á því að hann er búinn að lesa alveg gríðarlega mikið. Í framhaldi af því þá er eðlilegt að skoða framlag Gyrðis til íslenskra bókmennta og menningar út frá þýðendaverkinu, þar sem er að finna ljóð, smásögur og skáldsögur, en þar er allt svo vel unnið og vandað. Í þýðingaverkinu er hann að leita uppi verk sem eru ekki endilega efst á vinsældalistum í heiminum en eru engu að síður frábær verk. En það er í raun fyrst og fremst öll þessi vandaða vinna, í þýðingum jafnt sem skáldskap, sem höfðar til mín og eflaust hans lesenda almennt.“ Sigurður ætlar að leggja í að flytja dagskrána einn og sjálfur og það er af mörgu að taka. „Ég játa að það var ekkert auðvelt að velja inn í dagskrána en það var líka afskaplega skemmtileg vinna. Ég reyni að hafa þetta fjölbreytt og mun koma víða við. Það verða þarna ljóð, smásögur, smáprósar, brot úr lengri sögum og svo aðeins að tæpt á þýðingunum. Málið er að maður þarf aðeins að ganga inn í frásagnarstíl Gyrðis og þá kynnist maður mörgum hliðum á þessum verkum. Hann hefur svo mögnuð tök á efni og stíl að stundum er þetta svona eins konar leiðsla sem maður líður inn í en það er líka að finna sársauka og gleði í verkum Gyrðis. Málið er að njóta.“
Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira